Leikjavarpið #59 – Assassin’s Creed Shadows og næsta Xbox leikjatölvan
Í nýjasta þætti Leikjavarpsins fjalla þeir Sveinn, Rósinkrans og Bjarki um allt það helsta úr heimi tölvuleikja. Við fjöllum ítarlega um Assassin’s Creed Shadows sem er nýjasti leikurinn í hinni frægu AC-seríu og Sveinn hefur verið að spila undanfarna daga. Þátturinn inniheldur enga spilla!
Einnig ræðum við um Lost Records: Bloom & Rage sem Rósinkrans byrjaði nýlega spila að spila og Unnur Sól gagnrýndi á vef Nörd Norðursins. Ný Death Stranding 2 stikla leit dagsins ljós á dögunum og var hvorki meira né minna en heilar 10 mínútur að lengd! Rýnum í þá stiklu og ræðum um næstu Xbox leikjatölvu og stöðu Xbox á leikjatölvumarkaðnum. Allt þetta og fleira til í nýjasta þætti Leikjavarpsins.
Mynd: Blönduð (Assassin’s Creed Shadows og Lost Records: Bloom & Rage)