Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt
Samantekt: Sykursætur og krúttlegur leikur sem ætti að heilla flesta Hello Kitty aðdáendur. Dalar því miður fljótt og verður einhæfur.
3
Ágætur
Í þessum ofurkrúttlega leik býr spilarinn til sinn eigin karakter í anda Hello Kitty og vina hennar áður en hann gerir sig líklegan til að hoppa úr flugvél og lenda á Vináttueyju (e. Friendship Island). Því miður lenda ekki allir vinirnir á sama stað og hefst því leit að þeim sem lentu annars staðar.
Vináttueyju er skipt í nokkur svæði og byrjar spilarinn á Strandabænum (e. Seaside resort) og opnast fyrir hin svæðin eftir því sem spilarinn gerir fleiri verkefni og vingast við þá karaktera sem hann hefur aðgang að. Nauðsynlegt er að gefa karakterunum gjafir til þess að vinskapurinn verði sterkari. Það sést með hjörtum hversu mikið hverjum karakter líkar við hvern hlut, frá einu og upp í þrjú hjörtu. Því betur sem þeim líkar hluturinn því hraðar fyllist vináttan.
Í hvert sinn sem spilarinn gefur gjafir fær hann mismunandi hluti frá hverjum og einum sem hann getur svo notað til að smíða enn fleiri hluti eða jafnvel húsgögn. Á eyjunni er hægt að týna upp allskyns hluti eins og kaktusmjólk, greinar, kókoshnetur og gúmmibolta. Alla þessa hluti er hægt að nota til að smíða eða búa til aðra hluti sem svo er hægt að gefa hinum karakterunum í leiknum.
Þetta verður frekar leiðigjarnt og suma daga er ekkert að gera í leiknum nema týna upp hluti og múta karakterunum með gjöfum.
Leikurinn byrjar vel, er svakalega krúttlegur og sykursætur en dalar svolítið þegar á líður. Það eru fullt af verkefnum sem spilarinn opnar fyrir með sterkari vináttu og þarf að klára til þess að saga leiksins haldi áfram sem getur orðið frekar leiðinlegt. Verkefnin snúast mikið um að fara fram og til baka og ná í hina og þessa hluti út um alla eyjuna. Þegar fer að líða á leikinn fer að verða erfiðara að styrkja vináttuna og tekur það lengri tíma, sem tekur þá lengri tíma að halda áfram með söguna. Þetta verður frekar leiðigjarnt og suma daga er ekkert að gera í leiknum nema týna upp hluti og múta karakterunum með gjöfum.

Það koma eins stundum aðrir karakterar í heimsókn á eyjuna og er markmiðið að fá þá til að flytja alfarið. Til þess að þeir vilji koma í heimsókn þarf að opna fyrir kofa og fylla þá með mismunandi hlutum sem hver karakter elskar.
Hello Kitty Island Adventure var fyrst gefinn út sem síma- og spjaldtölvuleikur og hefur ennþá smá keim af því á Switch.
Hello Kitty Island Adventure var fyrst gefinn út sem síma- og spjaldtölvuleikur og hefur ennþá smá keim af því á Switch. Það þarf helst að fara í leikinn á hverjum degi til að fá verðlaun, gefa karakterunum gjafir og týna upp hluti sem svo koma aftur á hverjum degi.
Fær 3 stjörnur þrátt fyrir að vera einhæfur af því að ég elska My Melody og Little Twin Stars.