Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Fréttir»SI Games hætta við útgáfu Football Manager 25
    Fréttir

    SI Games hætta við útgáfu Football Manager 25

    Höf. Sveinn A. Gunnarsson7. febrúar 2025Uppfært:8. febrúar 2025Engar athugasemdir4 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Í mjög svekkjandi fréttum fyrir marga aðdáendur fótbolta hermis seríunnar Football Manager þá hafa SEGA og SI Games ákveðið að aflýsa útgáfu Football Manager 25 á PC/Mac/Linux og helstu aðrar leikjavélar sem hann átti að koma út fyrir.

    Þetta er í fyrsta skiptið síðan árið 2004 að serían sleppir heilu fótbolta tímabils ári. Þegar það gerðist síðast voru SI Games að færa sig frá Championship Manager nafninu yfir til Football Manager, eftir að slitnaði upp úr samstarfi þeirra við útgefandann Eidos.

    Sports Interactive hafði talað um að Football Manager 2025 yrði stærsta stökk seríunnar síðan að Football Manager 2005 kom út árið 2004. Yfirfærslan yfir í Unity grafíkvélina átti að ýta seríunni áfram og boða nýja tíma fyrir leikja seríu sem oft var gert grín af að væri í raun „Fótbolti í Excel skjali.“

    Sega Sammy Holdins voru með fjárfesta kynningu á föstudags morgun í Japan þar sem þessar fréttir komu fram. Fyrir vikið hefur samstæðan lækkað niður fjárhagstölur fyrir árið og fært tap afskriftir vegna leiksins í bókhald þess.

    FM 25 hafði verið frestað tvisar fram að þessu og átti upprunalega að koma út í Nóvember í fyrra.

    „Fyrir ykkur sem forpöntuðuð FM25, þökkum við ykkur innilega fyrir traust og stuðning – okkur þykir mjög leitt að valda vonbrigðum,“ sagði Sports Interactive. Endurgreiðslur verða í boði.

    „Við vitum að þetta mun vera mikil vonbrigði, sérstaklega þar sem útgáfudagurinn hefur þegar verið færður tvisvar, og þið hafið beðið spennt eftir fyrstu spilunarsýnishornunum. Við getum aðeins beðist afsökunar á þeim tíma sem það tók að koma þessari ákvörðun á framfæri. Vegna samræmis við hagaðila, þar á meðal lagalegra og fjárhagslegra reglugerða, var þetta fyrsti mögulegi dagurinn sem við gátum gefið út þessa yfirlýsingu.

    „Við höfum alltaf verið stolt af því að skila bestu mögulegu verðmæti fyrir peningana ykkar, með leikjum sem veita óteljandi klukkutíma af ánægju og eru hverrar krónu virði. Með útgáfu FM25 settum við okkur markmið um að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framfarir seríunnar í heila kynslóð, og leggja grunninn að nýju tímabili.

    „Vegna ýmissa áskorana sem við höfum verið opinská um hingað til, og margra fleiri ófyrirséðra, höfum við ekki náð því sem við ætluðum okkur í nægilega mörgum þáttum leiksins, þrátt fyrir ótrúlega vinnu teymisins okkar. Hver ákvörðun um að seinka útgáfu var tekin með það í huga að færa leikinn nær þeim gæðastaðli sem við stefndum að, en þegar við nálguðumst mikilvæg tímamót um áramótin varð ljóst að við myndum ekki ná viðeigandi gæðum, jafnvel með aðlagaðan tímaáætlun.

    „Þó að margir þættir leiksins hafi náð markmiðum okkar, þá er heildarspilunarupplifunin og viðmótið ekki þar sem það þarf að vera. Ítarleg greining, þar á meðal prófanir með spilurum, hefur sýnt okkur að við erum á réttri braut með nýja stefnu leiksins, en við erum enn of langt frá þeim staðli sem þið eigið skilið.

    „Við hefðum getað haldið áfram, gefið út FM25 í núverandi ástandi og lagað hluti síðar – en það hefði ekki verið rétt ákvörðun. Við vorum einnig ófús til að fara fram yfir marsútgáfu, þar sem það væri of seint á knattspyrnutímabilinu til að búast við að leikmenn myndu síðan kaupa annan leik seinna á árinu.

    „Með þessari niðurfellingu er öll orka okkar nú sett í að tryggja að næsta útgáfa nái okkar markmiði og þeim gæðaviðmiðum sem við öll búumst við. Við munum uppfæra ykkur um framvindu þessa eins fljótt og við getum.

    „Takk fyrir að lesa þetta, fyrir þolinmæðina og áframhaldandi stuðning ykkar. Allur okkar fókus er nú á að skapa nýtt tímabil fyrir Football Manager.“

    Það er vonandi að þessar slæmu fréttir sem þó eru, munu reynast verða góðar til framtíðar og útgáfa Football Manager 26 næsta vetur muni reynast SI Games og SEGA vel heppnað og leikmenn muni fái enn betri og byltingakenndari útgáfu en stóð áður til að gera.

    Heimild: IGN

    FM FM 25 football manager Game Pass linux Mac pc PS5 sega SI Games xbox
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjavarpið #56 – Væntanlegir leikir 2025
    Næsta færsla Leikjavarpið #57 – Kingdom Come: Deliverance II og PSN aftengist
    Sveinn A. Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.