Leikjavarpið

Birt þann 3. desember, 2024 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Leikjavarpið #53 – The Game Awards og S.T.A.L.K.E.R. 2

Daníel, Sveinn og Bjarki ræða það heitasta úr heimi tölvuleikja í þessum þætti Leikjavarpsins. Við förum yfir þá leiki sem tilnefndir eru til verðlauna á The Game Awards 2024, þar má nefna leiki á borð við Astro Bot, Hellblade II og Final Fantasy VII: Rebirth. Sveinn segir okkur frá því hvernig PlayStation Portal virkar eftir nýja uppfærslu sem opnar fyrir þann möguleika að streyma tölvuleikjum beint í gegnum skýið í stað PlayStation 5.

Við ræðum einnig um leikina Flight Simulator 2024 þar sem hægt er að ganga um Skólavörðustíginn, S.T.A.L.K.E.R. 2 frá úkraínska leikjafyrirtækinu GSC Game World og kósí-leikinn Petit Island (sem endaði á því að vera pirru-leikur).

Mynd: Samsett af The Game Awards 2024, PlayStation Portal, S.T.A.L.K.E.R. 2 og Petit Island

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑