Leikjarýni
Birt þann 8. nóvember, 2020 | Höfundur: Nörd Norðursins
Spilum Assassin’s Creed: Valhalla
Sveinn spilar fyrstu 80 mínúturnar í Assassin’s Creed: Valhalla frá Ubisoft. Leikurinn er sá tólfti í seríunni og arftaki Assassin’s Creed Odyssey sem fékk fjórar stjörnur af fimm mögulegum hjá okkur nördunum (lestu leikjarýnina okkar í heild sinni hér). Assassin’s Creed: Valhalla gerist á víkingaöld, nánar tiltekið árið 873, þegar víkingar gera árás á Bretland. Spilarinn stjórnar víkingnum Eivor sem flækist í deilur milli Brotherhood of Assassins og Templar Order.
Leikurinn kemur í verslanir 10. nóvember 2020 fyrir PC, PS4, Xbox One, Xbox Series X/S og Stadia. PS5 útgáfa af leiknum er væntanleg 12. nóvember.