Fréttir

Birt þann 30. október, 2020 | Höfundur: Nörd Norðursins

Nörd Norðursins opnar PlayStation 5 kassann

Nörd Norðursins fékk eintak af PlayStation 5 fyrir útgáfudag til að fjalla um. Í þessu myndbandi skoðar Bjarki Þór umbúðirnar og fjallar um innihaldið; PlayStation 5 leikjatölvuna, fjarstýringuna, standinn, snúrurnar og bæklingana.

Útgáfudagur PlayStation 5 er 12. nóvember í Bandaríkjunum, Japan, Kanada, Mexíkó, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Suður-Kóreu. Önnur lönd fá tölvuna viku síðar, eða fimmtudaginn 19. nóvember.

Ef þið eruð með einhverjar spurningar varðandi tölvuna, fylgihluti eða kassann endilega sendið okkur línu á netfangið nordnordursins(at)gmail.com eða með skilaboðum á Facebook.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑