Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni – NBA2K Playgrounds 2
    Leikjarýni

    Leikjarýni – NBA2K Playgrounds 2

    Höf. Steinar Logi27. október 2018Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Þrátt fyrir að hafa gaman af körfuboltaleikjum hafði undirritaður ekkert heyrt um Playgrounds seríuna, sem hófst reyndar bara í fyrra, en núna er Playgrounds 2 kominn og búinn til af Saber Interactive eins og árið áður. Strax og maður sér 2K logoið (en þeir keyptu seríuna í ár) þá hugsar maður um aukagreiðslur innan leiksins en í einfeldni minni þá bjóst ég ekki við því heldur reiknaði með litlum leik þar sem maður gat valið sína leikmenn og farið í gamla “NBA JAM” fílinginn. Því var það frekar skondið að það fyrsta sem maður sér það eru nokkrir ókeypis pakkar til að koma manni af stað sem er frekar nauðsynlegt þar sem allir leikmenn leikjarins koma úr pökkum!

    Leikurinn kostar 30 $ / 30 evrur og til að aflæsa alla spilara kostar það 10 $ aukalega / 10 evrur

    Viðskiptamódelið er að leikurinn kostar 30 dollara en til að opna fyrir alla spilara (og alla sem koma í framtíðinni) þá eru það 10 dollarar aukalega. Síðan er hægt að kaupa alls konar föt á leikmennina fyrir “alvöru” pening en er hlægilegt seinvirkt að safna með bara spilun. Þannig að ef þú vilt “swag” þá þarftu að borga fyrir það annars eru leikmennirnir bara í sínum liðsbúningum.

    Góðu fréttirnar eru að þetta skiptir ekki það miklu máli fyrir okkur sem borgum ekki aukalega og það sem mikilvægara er að það heftir ekki leikinn sjálfan. Leikmannapakkarnir skiptast í brons, silfur og gull (því dýrara, því meiri líkur á stjörnum og goðsögnum) og það er vel hægt að vinna sér inn fyrir gullpakka með rúmri klukkutíma spilun (ef maður nær nýjum styrkleika / level). Leikmennirnir eru 300 talsins (fleiri bætast við seinna) og sambland af þekktum gaurum sem spila í NBA í dag og klassískum leikmönnum (Lebron, Durant, Lillard, Dr. J og Wilt Chamberlain svo eitthvað sé nefnt). Maður setur samt spurningarmerki við af hverju maður fær stundum sama spilið aftur (duplicates) sem auðvitað hægir á því að reyna safna upp í alla leikmennina. Raunveruleikinn er samt sá að það myndi taka gríðarlegan tíma að ná öllum með því bara að spila en maður fær samt nógu mikið af góðum og þekktum gaurum að maður er sáttur. Sem betur fer rukka þeir ekki aukalega fyrir aðgang að völlum og boltum en hvoru tveggja er mjög fjölbreytilegt.

    Leikurinn byggist á 2 á móti 2 körfubolta í teiknimyndastíl þar sem það er mikið um flottar hreyfingar, troðslur og tilþrif

    Leikurinn byggist á 2 á móti 2 körfubolta í teiknimyndastíl þar sem það er mikið um flottar hreyfingar, troðslur og tilþrif. Grafíkin lítur mjög vel út og útlit leikmanna er skoplegt og það er líka auðvelt að þekkja þá í flestum tilfellum. Þeir hafa sína styrki og veikleika og þjálfast upp eftir því sem þú spilar þá meira. Það eru líka ákveðnar áskoranir sem þarf að klára til að ná þeim alveg upp í topp. Það er hægt að spila einn, tveir, þrír eða fjórir og tölvan fyllir upp og þetta er því stórfínn sófaleikur. Einnig er hægt að spila á móti öðrum yfir netið.

    Playgrounds 2 er ekki mjög djúpur, þú spilar mestan tímann annað hvort sýningarleik (exhibition) eða tímabilsleik (season). Til að geta spilað tímabilsleik þá þarftu að eiga 2 í sama liði sem er hvatning til að eignast fleiri leikmenn því að ef maður klárar tímabil (14 leikir auk úrslitaleikja) þá fær maður klassískan leikmann í því liði. Til að fá t.d. David Robinson eða Hakeem Olajuwon þarftu að eiga tvo í Spurs eða Houston til að eiga kost á að vinna þau spjöld. Þar að auki er hægt að spila í 3ja stiga keppni sem er ekki það skemmtileg til lengdar en má samt hafa gaman af nokkrum sinnum. Það byggir á sömu hönnun og er í leiknum sjálfum, maður sleppir boltanum á ákveðnum tímapunkti í loftinu og út frá því eru reiknaðar líkurnar á að hitta. Reyndar er þessi hönnun mjög góð í leikjunum því að 3ja stiga körfur eru ekki eins fáránlega öruggar og hafa verið í svona tegund af leikjum og maður getur líka klikkað á troðslum.

    Playgrounds 2 mjög góð skemmtun, sérstaklega með vinum

    Þrátt fyrir að vera ekki mjög djúpur leikur þá er Playgrounds 2 mjög góð skemmtun sérstaklega með vinum og fjölskyldu. Það hefði verið gott að fá kannski 1-2 leikjategundir þ.e.a.s. „mode“ í viðbót en einfaldleikinn er að virka vel fyrir Playgrounds 2. Þetta er leikur sem hægt er að grípa í stuttan tíma í senn og samt vinna í langtíma takmörkum þ.e.a.s. safna smátt og smátt fyrir fleiri spilum og þjálfa upp leikmenn. Leikirnir eru fljótlegir og hægt er að stilla þá eftir hæfileikum hvers og eins. Þetta er leikur sem ég og 9 ára sonur minn spilum reglulega núna sem dæmi.

    Playgrounds 2 er dæmigerður  “easy to play, hard to master” leikur því að erfiðari stillingar geta verið svínslegir þar sem tölvan spilar nánast fullkomlega. Til að sigra hana eða aðra góða leikmenn þá þarf maður að læra öll trikkin. Fyrir 30 dollara þá er alveg hægt að mæla með þessum sem leik til að eiga sem fljótlega og skemmtilega afþreyingu með vinum eða fjölskyldu því að stundum eru stóru NBA2K eða NBA Live leikirnir of flóknir og lengi að ræsast til að grípa í fljótlegan körfuboltaleik. Leikurinn kom út 16. okt sl. á Switch, PS4, Xbox One og PC en var spilaður á PS4. Hrekkjavöku uppfærsla kom út fyrir 2 dögum með ýmsum lagfæringum og viðbótum (hrekkjavökuleikvöllur og Kareem Abdul-Jabbar bætt við t.d.) svo að það er áframhaldandi stuðningur við leikinn.

    Stikla fyrir leikinn:

    https://www.youtube.com/watch?v=6ZukqkaFwqM

    2k sports Leikjarýni nba2k playgrounds ps4 Steinar Logi Sigurðsson
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: Assassin’s Creed: Odyssey snýr til Grikklands hins forna
    Næsta færsla Red Dead Redemption 2 – Fyrstu hughrif
    Steinar Logi

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    Myndbandsspilari
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ
    00:00
    00:00
    32:02
    Notaðu upp/niður örvahnappana til að auka eða minnka hljóðstyrkinn.

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.