Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Hvað er „fandom“?
    Menning

    Hvað er „fandom“?

    Höf. Aðsent3. júlí 2018Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    AÐSEND GREIN: BJÖRN FRIÐGEIR BJÖRNSSON

    Í raun má þýða það sem „aðdáendahóp“ en hugtakið er fyrst og fremst notað yfir aðdáendur furðusagna. En hvað gera fandom hópar? Stærst og eftirtektarverðast eru ráðstefnurnar, sem geta verið risasamkomur reknar í hagnaði þar sem allt að hundrað þúsund manns koma saman í geysistórum sýningarhöllum til að skoða dót, kaupa bækur og borga fyrir að hlusta á og hitta frægt fólk, niður í fámenna hittinga þar sem fólk hittist til að spjalla hvert við annað og í millistærðinni, bókmenntasamkomur þar sem pallborðsumræður eru ríkjandi á daginn en spjallið – og stöku öl – ræður ríkjum eftir að hefðbundinni dagskrá lýkur.

    Í „fandom“ er mikil sköpunargleði ríkjandi og margt fólk finnur henni farveg í glæsilegum búningum persóna úr kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, nú eða bara lýsingum í bókum.

    Eitt sem þessar ráðstefnur hafa nær allar sameiginlegt, óháð stærð, eru uppábúnir aðdáendur. Í „fandom“ er mikil sköpunargleði ríkjandi og margt fólk finnur henni farveg í glæsilegum búningum persóna úr kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, teiknimyndasögum, nú eða bara lýsingum í bókum. Búningakeppnir eru víða og oftast lifir fólk sig vel inn í persónuna, enda callast þetta cosplay á ensku, búningaleikur.

    Fanfiction, eða aðdáendasögur, eru sögur þar sem aðdáendur skrifa sögurnar um persónurnar sem þau vildu sjá gerast en hafa ekki gerst. Þetta er ein elsta grein fandom, en fyrstu hóparnir sem kalla má hluta af því spruttu upp í kringum Sherlock Holmes og fyrstu aðdáendasögurnar komu þá.

    Eitt af því sem oft var sleppt í almennum furðusögum voru samkynja ástarsambönd og aðdáendasögur fylltu það gat. Nafnið á því er á íslensku skásaga, eða á ensku slash, og er fengið úr fyrstu sögunum um samband Kirk og Spock í Star Trek, sem voru þá merktar Kirk/Spock.

    Skásögur lifa enn góðu lífi í dag, en aðdáendasögur eru mikið meira en bara um ást og kynlíf (sem er jú annar þáttur sem oft er minna opinskár í furðusögum hvort sem er í hreyfimyndum eða á bók), heldur eru til sögur sem væru útgefnar heilu doðrantarnir af því að aðdáendur líta persónurnar aðeins öðrum augum en skaparinn og vilja sjá ævintýri þeirra á annan veg.

    En aftur að byrjuninni: Fandom? Það er hópur aðdáenda? Og hvað gera aðdáendahópar? Þau hittast til að skemmta sér og öðrum með því að tengjast yfir sameiginlegu áhugamáli. Og í aðdáendahópi furðusagna virðist vera óvenju mikil sköpunargleði og þessi hópur nýtur góðs af því.

    Þessi grein er birt í tengslum við IceCon hátíðina sem haldin verður í Reykjavík 5.-7. október 2018.
    aðdáendur aðsend grein Björn Friðgeir Björnsson cosplay Fandom Icecon
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaViðtal við Ingva Snædal hjá ThroughLine Games – „Fólkið er það skemmtilegasta við tölvuleikjagerð“
    Næsta færsla Leikjarýni: Red Faction: Guerrilla Re-Mars-tered Edition
    Aðsent

    Svipaðar færslur

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Icelandic Game Fest haldið í fyrsta sinn

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð

    21. desember 2025

    Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025

    16. desember 2025

    Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember

    14. desember 2025

    Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025

    13. desember 2025
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    Leikjarýni
    7.8

    Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow

    11. desember 2025
    5.5

    Football Manager 26 – Tæknilegt sjálfsmark

    6. desember 2025
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • Ásbrú sögusvið í súrealískum hryllingsleik eftir íslenskan leikjahönnuð
    • Leikjavarpið #64 – Allt það helsta frá The Game Awards 2025
    • Game Dev Demo Day – Leikjasýning nemenda HR þann 15. desember
    • Þetta eru sigurvegarar The Game Awards 2025
    • Lifðu af sem músarungi í Winter Burrow
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.