Leikjarýni

Birt þann 13. mars, 2018 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Leikjarýni: Monster Hunter World – „Skemmtilegur ævintýra- og hlutverkaleikur“

Leikjarýni: Monster Hunter World – „Skemmtilegur ævintýra- og hlutverkaleikur“ Daníel Rósinkrans

Samantekt: Skemmtilegur ævintýra- og hlutverkaleikur sem ætti ekki að svíkja neinn Monster Hunter aðdáanda.

4

Góður


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Monster Hunter leikjaserían hefur verið gangandi í meira en áratug, eða síðan samnefndur leikur kom fyrst út árið 2004 fyrir PlayStation 2. Leikirnir hafa komið út á ýmsum leikjatölvum, einkum PlayStation og Nintendo, og hafa verið að gera góða hluti síðan, sérstaklega í Japan.

Í lok janúar á þessu ári kom út nýr titill í seríunni: Monster Hunter: World fyrir PlayStation 4 og Xbox One. Síðan þá hefur leikurinn selst í nær sex milljón eintökum um heim allan og er bæði söluhæsti og sá hraðasti til að seljast hjá Capcom til þessa. Við hjá Nörd Norðursins fengum gripinn í hendurnar og höfum verið að spila hann mikið upp á síðkastið á Playstation 4.

SAGA

Fyrir þá sem þekkja ekki til Monster Hunter leikjanna þá ganga þeir út á að sigra stærðarinnar skepnur af allskonar stærðum og gerðum sem finnast í náttúrunni.

Fyrir þá sem þekkja ekki til Monster Hunter leikjanna þá ganga þeir út á að sigra stærðarinnar skepnur af allskonar stærðum og gerðum sem finnast í náttúrunni. Undirbúningur er mikilvægur áður en lagt er til atlögu við skrímslin; spilarar þurfa að borða næringarríkan og eflandi mat ásamt því að sjá til þess að vopnin séu í topp standi.

Búið er að uppgötva nýjan heim sem hefur fengið hið einfalda nafn New World (hinn Nýji Heimur) þar sem áður óuppgötvaðar skepnur hafa fundist í náttúrunni. Okkar deild, The Fifth Division, er mætt á svæðið eftir heljarinnar sjóferð til þess að takast á við þau verkefni sem finnast í nýja heimkynninu.

Stærðarinnar skrímsli að nafni Zorah Magdaros hefur gert vart við sig og er okkar verkefni að rannsaka för þess. Enda er það meginþáttur leiksins. Rannsaka skepnurnar, læra meira um þær og fella þær svo niður á endanum. Ef þú ert hér að leita af glæstum söguþræði þá er Monster Hunter: World ekki rétti leikurinn fyrir þig.

SPILUN

Í upphafi leiks gefst spilurum tækifæri á að búa til sína eigin persónu ásamt Palico (kattardýr, eða köttur sem gengur um á tveimur fótum) þar sem ótal samsetningar eru í boði. Að því loknu fá spilarar að velja það vopn sem þeim líst best á. Mörg vopn eru að finna í leiknum sem gerir upplifunina skemmtilegri og er hægt að skipta þeim út fyrir annað ef ákveðið vopn hentar þér ekki. Þau gefa spilurum ákveðinn bardagastíl sem menn þurfa svo að læra á.

Þegar persónan þín er loksins tilbúin í slaginn tekur við kynning sem tekur eina til tvær klukkustundir að renna í gegnum. Eftir hana gefst spilurum loksins tækifæri á að rannsaka veröldina upp á eigin spýtur. Veröldinni er skipt niður í nokkur svæði sem verða svo opin spilurum þegar lengra líður á leikinn. Fyrsti kaflinn er heldur auðveldur en leikurinn verður fljótt erfiður þegar öflugari skepnur byrja að birtast í nýja heiminum.

Skepnurnar geta tekið á sig alls kyns form, allt frá eldspúandi grameðlum yfir í fljúgandi dreka sem gjörsigra mann með fáeinum höggum.

Skepnurnar geta tekið á sig alls kyns form, allt frá eldspúandi grameðlum yfir í fljúgandi dreka sem gjörsigra mann með fáeinum höggum. Í byrjun hvers verkefnis sem spilurum er gefið þarf maður fyrst að leita að skrímslinu og er það gert með því að finna fótspor og önnur ummerki þess sem finnast í náttúrunni. Eftir það tekur við bardagi þar sem markmiðið er annað hvort að fanga eða fella þær.

Mikið af endurtekningum eru að finna í leiknum, þá sérstaklega eftir sirka 15 tíma spilun.

Til þess að fella stærri skepnur er nauðsynlegt að byrgja sig upp með mat sem gefur manni aukna þolgetu auk annars konar búnaðs s.s. hjálm, brynju, buxur eða annað slíkt. Hver þessara hluta gefur spilurum auka vörn til að standast fleiri högg frá skrímslunum. Ef ekki er farið varlega verður maður auðveldlega bráð þeirra á svipstundu. Í lokin eru skepnurnar skornar í hluta, séu þær felldar niður; beinum og öðrum innöflum safnað saman og notað til þess að búa til úr þeim efni fyrir önnur föt, brynjur, hjálma og jafnvel vopn.

Tilgangur leiksins virkar frekar einfaldur á pappír þ.e.a.s. sigra sömu skepnurnar aftur og aftur þar til réttu hlutunum er loksins safnað saman. Þetta er gert til þess að byggja persónuna upp og gera hana ennþá öflugari fyrir næstu bardaga. Mikið af endurtekningum eru að finna í leiknum, þá sérstaklega eftir sirka 15 tíma spilun. Þá þarf maður að berjast við sömu skrímslin aftur nema nú eru þær enn þá sterkari.

Leikurinn leggur mikið út á netspilun og er það líklegast langsterkasti hluti hans. Allt að fjórir geta spilað leikinn saman í gegnum netið sem gerir upplifunina ennþá skemmtilegri fyrir vikið. Styrkur skrímslanna eykst svo þegar leikmaður nær að tengjast þínum heim til þess að jafna bardagann út fyrir ykkur alla og gera hann sanngjarnari.

Sum dýrin geta verið ansi erfið og krefjast mikillar þolinmæði. Sem betur fer býður leikurinn upp á neyðarblys eða S.O.S. kerfi sem gerir öðrum spilurum kleift að sameinast leiknum þínum.

Sum dýrin geta verið ansi erfið og krefjast mikillar þolinmæði. Sem betur fer býður leikurinn upp á neyðarblys eða S.O.S. kerfi sem gerir öðrum spilurum kleift að sameinast leiknum þínum. Þessi einfaldi valmöguleiki gerir leikinn ennþá betri og þá sérstaklega þegar skrímslin eru of erfið.

Öll verkefnin þurfa að vera kláruð innan ákveðins tímaramma, yfirleitt 50 mínútur, til þess að hægt sé að ljúka við þau. Einnig hefur maður einungis 3 líf í heildina, sömuleiðis þegar aðrir spilarar sameinast leiknum þínum, sem gerir verkefnin meira krefjandi fyrir vikið. Þetta getur  verið þreytandi þegar lengra líður á leikinn.

Ásamt því að geta fengið hjálp frá öðrum er einnig hægt að leggja öðrum spilurum lið sem eru í vanda staddir með S.O.S. kerfi leiksins. Allir spilarar sem taka þátt í verkefninu eru verðlaunaðir í lokin og skipta upphæðinni sem fæst fyrir verkefnið á milli sín.

GRAFÍK, HÖNNUN OG HLJÓÐ

Monster Hunter World er klárlega fallegasti leikurinn í seríunni til þessa og lítur einstaklega vel út. Sömuleiðis skrímslin sjálf sem setja virkilega skemmtilegan svip á náttúruna. Framleiðendum leiksins tókst heldur betur að hanna hreyfingar þeirra og getur verið virkilega gaman að horfa á þau bregðast við umhverfinu.

Þú og Palico-inn þinn eru ekki þau einu sem þurfa fara varlega í veröldinni, því skrímslin sjálf er heldur ekkert vel við hvort annað. Oft á tíð getur verið góður kostur að fylgjast með hegðun þeirra og fá þau til þess að ergja hvort annað. Þau eiga til að særa hvort annað sem þú getur svo nýtt þér til þess að sigra ákveðin dýr.

Leiðarvísir leiksins er sennilega einn sá skemmtilegasti sem undirritaður hefur séð í tölvuleik. Það tekur smá tíma að venjast honum og átta sig á hvernig hann virkar en um leið og það er komið þá passar það virkilega vel við leikinn. Hver og einn veiðimaður hefur ákveðnar ljósflugur sem vísa manni veginn í átt að skepnunum og öðrum áhugaverðum hlutum sem finnast í umhverfinu.

Ásamt söguþræðinum og öðrum aukaverkefnum sem leikurinn bíður upp á, hafa framleiðendur hans sett saman viðburði sem verða aðeins í boði í ákveðinn tíma. Til að mynda verður búningurinn og boginn hennar Aloy, aðal persóna Horizon: Zero Dawn, aðgengilegur með því að klára ákveðin verkefni sem verða einungis í boði frá 28. febrúar til 15. mars. Líftími leiksins ætti því að lengjast takist Capcom að bjóða upp á ný og spennandi verkefni til þess að klára.

Monster Hunter World er klárlega fallegasti leikurinn í seríunni til þessa og lítur einstaklega vel út

Það sést langar leiðir að talsetning leiksins er fyrst og fremst hönnuð fyrir japanskan markað. Persónurnar hegða sér undarlega með vestrænum augum í senum, mjög japanskt allt saman, og passa hreyfingarnar á vörum þeirra nánast aldrei við talsetninguna.

LOKAORÐ

… skemmtilegur, japanskur, ævintýra og hlutverkaleikur sem ætti ekki að svíkja neinn Monster Hunter aðdáanda. Hins vegar inniheldur hann mikið af endurtekningum og neyðast spilarar að „grinda“ sig í gegnum leikinn til þess að safna nýjum búnaði.

Monster Hunter: World er afar skemmtilegur, japanskur, ævintýra og hlutverkaleikur sem ætti ekki að svíkja neinn Monster Hunter aðdáanda. Hins vegar inniheldur hann mikið af endurtekningum og neyðast spilarar að „grinda“ sig í gegnum leikinn til þess að safna nýjum búnaði. Enda er tilgangur hans að láta persónuna þína og Palico líta betur fyrir vikið.

Ef þetta er eitthvað sem fellur vel í kramið hjá þér ættir þú hiklaust að prófa Monster Hunter World, enda ekki mikið af nýjum leikjum í boði til þess að keppa um hylli spilarans þessa dagana.

Leikurinn heldur manni mjög uppteknum þar til söguþráðurinn er sirka hálfnaður eða í kringum 15 tíma. Þá fer vægi hans smátt að dala þar sem honum tekst ekki að kynna til sögunnar fleiri nýjungar fyrir utan ný vopn og fleiri bardagamöguleika.

Þrátt fyrir suma vankanta getur Monster Hunter World verið mjög skemmtilegur, sérstaklega í góðum vinahóp. Leikurinn nýtur sín best þegar fólk kemur saman og tæklar skrímslin í sameiningu, og þá helst  í fjögurra manna samspilun í gegnum netspilun leiksins

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑