Birt þann 26. apríl, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans
Call of Duty: WWII væntanlegur 3. nóvember
Nýr dagur, nýtt ár, nýr Call of Duty að sjálfsögðu!
Þriðja nóvember næstkomandi kemur út nýr Call of Duty leikur sem einblínir á seinni heimsstyrjöldina á nýjan leik.
Leikurinn hefur fengið titilinn Call of Duty: WWII og er framleiddur af Sledge Hammer Studios sem færðu okkur síðast Call of Duty: Advanced Warfare með Kevin Spacey í aðalhlutverki.
Þeir sem forpanta gripinn fá aðgang að beta prufu sem fer á laggirnar áður en sjálfur leikurinn verður gefinn út. Einnig verður hin sívinsæla Zombies samspilun (e. co-op) á sínum stað fyrir aðdáendur þess.
Lítið fleira er vitað um gripinn að svo stöddu annað en að leikurinn mun skarta dekkri tón en þekkist í fyrri Call of Duty leikjum, allt í takti við seinni heimsstyrjöldina að sjálfsögðu.