Menning

Birt þann 25. maí, 2016 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

Ný leikfangalína með stökkbreyttu Ninja skjaldbökunum innblásin af tölvuleik frá 1989

Flest öll þekkjum við stökkbreyttu tánings ninja skjaldbökurnar; Leonardo, Donatello, Raphael og Michaelangelo. Skjaldbökurnar frægu komu fyrst fram á sjónarsviðið í teiknimyndasögu eftir Kevin Eastman og Peter Laird árið 1984, en hafa síðan þá einnig birst í fjölmörgum útgáfum af teiknimyndum, bíómyndum og tölvuleikjum svo eitthvað sé nefnt.

Nú hefur NECA (National Entertainment Collectibles Association) gefið skjaldbökunum góðu enn eina útgáfuna sem er mögulega sú flottasta til þessa. Um er að ræða hasarfígúrur sem sækja innblástur í tölvuleikinn Teenage Mutant Ninja Turtles II: The Arcade Game, sem Konami gaf út á spilakössum árið 1989, en kom einnig síðar út fyrir fjölmargar heimilisleikjatölvur.

Hasarfígúrurnar bera það greinilega með sér að vera eftirmyndir þeirra persóna sem tölvuleikurinn skartaði, enda fram úr öllu litríkar og að sjálfsögðu örlítið pixlaðar. Fígúrurnar sem eru í boði eru skjaldbökurnar fjórar, Skrekkurinn og nokkrar útgáfur af hinum illræmdu meðlimum Fótaklíkunnar. Því miður verða þessar glæsilegu fígúrur ekki (sem stendur) í almennri sölu heldur standa þær aðeins gestum Comic Con til boða.

Þrátt fyrir hinar fjölmörgu ásýndir sem skjaldbökurnar hafa tekið á sig í gegnum árin, þá er þetta það útlit sem undirritaður tengir hvað mest við þegar honum er hugsað til skjaldbaknanna (þó Michael Bay skjaldbökunum bregði einstaka sinnum fyrir í martröðum mínum). Sjón er sögu ríkari og því látum við nokkrar myndir fylgja með, en hægt er að skoða skjaldbökurnar nánar á heimasíðu NECA.

tmnt2

tmnt4

tmnt3

tmnt6

tmnt5

tmnt7

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑