Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: Nidhogg – „Skemmtilega stuttur og krefjandi leikur“
    Leikjarýni

    Leikjarýni: Nidhogg – „Skemmtilega stuttur og krefjandi leikur“

    Höf. Jósef Karl Gunnarsson26. maí 2016Engar athugasemdir2 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Nidhogg er lítill leikur eftir Mark Essen þó svo að Messhoff sé nafnið á fyrirtækinu sem gaf leikinn út og er hann fáanlegur á bæði Windows og Makka. Code Mystics færðu leikinn yfir á PlayStation 4 og PS Vita. Leikurinn inniheldur tónlist frá tónlistarmanninum Daedelus.

    Takmark leiksins er að skylmast við andstæðing sinn og halda áfram för sinni þangað til maður kemst á leiðarenda… í ginið á risastórum ormi. Níðhöggur er nefnilega nafnið á orminum sem hægt er að lesa um í norrænni goðafræði.

    Það eru fjögur umhverfi sem hægt er að berjast í. Það eru 16 óvinir sem maður þarf að sigrast á í einni bunu í eins manns spilinu. Maður er ekki bundinn sverðinu því hægt er að kasta því og slást með höndum og fótum. Leikurinn er hraður og er stutt milli sigurs og taps. Þegar spilarinn deyr birtist hann á öðrum stað og fær annað tækifæri til að stöðva andstæðing sinn. Oft lendir maður í því að hlaupa beint á andstæðinginn þegar hann birtist aftur eftir dauða sinn.

    Útlit leiksins minnir á gömlu Atari tölvuna og tónlistin trekkir mann upp í gegnum bardagana.

    Einnig er hægt að spila við vini sína hvort sem er við hlið sér eða í gegnum netið. Það er hægt að spila við ókunnuga og keppa líka á mótum.

    Leikurinn er einfaldur og skemmtilegur en líka erfiður og krefjandi í senn. Spilendur fá mest út úr leiknum með því að spila leikinn í góðra vina hópi.

    Leikjarýni Nidhogg
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaNý leikfangalína með stökkbreyttu Ninja skjaldbökunum innblásin af tölvuleik frá 1989
    Næsta færsla TEDxReykjavík 2016 ráðstefnan haldin 28. maí í Austurbæ
    Jósef Karl Gunnarsson

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.