Leikjarýni

Birt þann 26. maí, 2016 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Leikjarýni: Nidhogg – „Skemmtilega stuttur og krefjandi leikur“

Leikjarýni: Nidhogg – „Skemmtilega stuttur og krefjandi leikur“ Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Skemmtilega stuttur og krefjandi leikur en hefur lítið endurspilunargildi nema spilarinn hafi félaga til að spila við.

3

Krefjandi


Einkunn lesenda: 4.5 (2 atkvæði)

Nidhogg er lítill leikur eftir Mark Essen þó svo að Messhoff sé nafnið á fyrirtækinu sem gaf leikinn út og er hann fáanlegur á bæði Windows og Makka. Code Mystics færðu leikinn yfir á PlayStation 4 og PS Vita. Leikurinn inniheldur tónlist frá tónlistarmanninum Daedelus.

Takmark leiksins er að skylmast við andstæðing sinn og halda áfram för sinni þangað til maður kemst á leiðarenda… í ginið á risastórum ormi. Níðhöggur er nefnilega nafnið á orminum sem hægt er að lesa um í norrænni goðafræði.

Það eru fjögur umhverfi sem hægt er að berjast í. Það eru 16 óvinir sem maður þarf að sigrast á í einni bunu í eins manns spilinu. Maður er ekki bundinn sverðinu því hægt er að kasta því og slást með höndum og fótum. Leikurinn er hraður og er stutt milli sigurs og taps. Þegar spilarinn deyr birtist hann á öðrum stað og fær annað tækifæri til að stöðva andstæðing sinn. Oft lendir maður í því að hlaupa beint á andstæðinginn þegar hann birtist aftur eftir dauða sinn.

Útlit leiksins minnir á gömlu Atari tölvuna og tónlistin trekkir mann upp í gegnum bardagana.

Einnig er hægt að spila við vini sína hvort sem er við hlið sér eða í gegnum netið. Það er hægt að spila við ókunnuga og keppa líka á mótum.

Leikurinn er einfaldur og skemmtilegur en líka erfiður og krefjandi í senn. Spilendur fá mest út úr leiknum með því að spila leikinn í góðra vina hópi.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑