Íslenskt

Birt þann 7. desember, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýtt íslenskt myndasögu app fyrir krakka

Íslenska hugbúnaðarhúsið Gebo Kano sérhæfir sig í gerð á uppbyggilegum en skemmtilegum smáforritum fyrir krakka. Í þessari viku gaf fyrirtækið út appið Myndasaga. Um er að ræða nýtt íslenskt app fyrir iPad þar sem krakkar geta búið til sína eigin myndasögubók. Í appinu má finna skemmtilegar myndir af persónum, hlutum og bókstöfum sem krakkar geta raðað upp í bókina sína og valið úr mismunandi bakgrunnum. Þegar myndasagan er tilbúin er hægt að vista bókina fyrir iBooks eða önnur bókaforrit og þannig deila nýju bókinni með vinum og fjölskyldu.

Gebo Kano hefur einnig gefið út öppin Word Creativity Kit, Segulljóð, Orðaflipp og Jólasveinadagatalið o.fl.

Smelltu hér til að skoða appið á App Store.

Myndasaga_app_01

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑