Greinar

Birt þann 1. desember, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fyrstu hughrif: The Crew Beta

Þið sem kannast ekki við titilinn þá er þetta MMORPG bílaleikur frá Ubisoft og Ivory Tower. Það sem gerir þennan leik öðruvísi eru möguleikarnir sem spilaranum býðst að endurhanna sinn bíl í leiknum. Hægt er að búa til nokkrar útfærslur af sama bílnum sem henta mismunandi aðstæðum, sem hægt er að skipta um í skyndi á þjóðveginum. Sem er í raun aðal pæling leiksins, og að geta keyrt alla vegi í Bandaríkjunum. Kortið í leiknum virkar eins og í flestum RPG leikjum, fyrst þarf að keyra sjálfur á svæði og eftir það er hægt að hraðferðast.

The_Crew_01

Spilun leiksins er skemmtileg, hvort hún sé sú besta er smekksatriði. Verkefni leiksins eru ekki fjölbreytt, kannski ekki skrítið þar sem þetta er bílaleikur, en þau eru samt skemmtileg. Það var allavega mjög auðvelt að gleyma sér við spilun, það eitt segir oft meira um leik en margt annað. Einnig virðist ekki vera hægt að keyra á fólk eða dýr í leiknum, ekki að það skipti miklu máli en gaman að benda á. Ekki tókst að finna neinn ósýnilegan vegg í leiknum, við fyrstu kynni þá virðist vera hægt að keyra hvar sem er.

Í þessari Betu var aðeins hægt að ná upp í tíunda þrep, sem náði ekki mikið yfir söguþráð leiksins. Talað er um að spilun á aðal söguþræði leiksins taki allt að 20 klukkustundir þar sem enginn annar en Troy Baker ljáir aðalpersónu leiksins rödd sína. Við fyrstu kynni virðist söguþráðurinn ekki vera upp á marga fiska, í raun einfaldur, kjánalegur og fyrirsjáanlegur. Það verður gaman að sjá hvort hann verði betri eftir því sem líður á leikinn.

Í heildina þá er The Crew vera skemmtilegur, áhugaverður bílaleikur sem kemur með nýtt blóð í bílaleikjaflæðið. Fyrir aðila sem hafa fengið nóg af Need for Speed eða Forza Motorsport þá er þessi leikur kærkomin tilbreyting. Leikurinn kemur út á PC, PS4 og Xbox One.

 

Höfundur er Helgi Freyr Hafþórsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑