Bækur og blöð

Birt þann 15. desember, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

Bókarýni: Kistan eftir Elí Freysson

Bókarýni: Kistan eftir Elí Freysson Nörd Norðursins

Samantekt: Þessi bók á klárlega heima í jólapakka ungra fantasíu aðdáenda.

3.5

Vel skrifuð


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Skúli Þór Árnason skrifar:

Nú hef ég tekið mér dágóðan tíma í að lesa nýjustu bók Elís Freyssonar sem nefnist Kistan. Kistan er beint framhald af bókinni Kallið sem kom út í fyrra. Rétt eins og Kallið er Kistan dularfull fantasía um stúlkuna Kötju og lærimeistara hennar, Serdru, og ferðalag þeirra um heiminn í báráttu þeirra við hið ógurlega Bræðralag Pyttsins.

Það er ýmislegt mjög jákvætt við seinni bókina um Kötju og félaga, bókin er vel skrifuð og heimurinn er vel skapaður og vekur áhuga þrátt fyrir að honum sé ekki lýst alltof vel. Bókin er svipuð Kallinu að því leiti að margar persónur úr fyrri bókinni bregða við og bókin snýst ennþá um þjálfun Kötju og ferðalag þeirra Serdru.

Heimurinn sem Elí skapar er afar áhugaverður þegar maður fær að lesa um hann. Mikið er um myrk öfl sem illa eru útskýrð af persónum sögunnar sem gera atburði bókarinnar meira spennandi. Þrátt fyrir að þessi litla útskýring gerir söguna spennandi því maður veit lítið hvað þessi illu öfl gætu framið væri skemmtilegt að fá að vita meira um þau og heiminn í heild sinni.

Kistan_01Þrátt fyrir að bókin sé fín skemmtun þá þarf að pússa ýmislegt og hefði ég verið mun hrifnari af bókinni hefðu aðrar persónur en Katja fengið einhverja þróun. Allar persónur eru nokkuð litlausar og þá aðallega Serdra lærimeistari Kötju. Hún segir voða lítið, hegðar sér eins og hún hafi engar tilfinningar og lætur eins og að stöðva hið illa sé eina sem vert er að hugsa um. Einnig líður manni eins og hún sem karakter sé einungis til að koma Kötju frá A til B og til að bjarga ungu hetjunni úr klandri svolítið svona „Deus ex machina style“.

Serdra var ágætis tilraun til að búa til harðkjarna persónu sem missir samt því miður marks. Þó persónurnar séu ekki endilega frábærar þá er sagan samt nokkuð flott. Sagan er dularfull og spennandi og lítið er um rólegheit fyrir aðalpersónur. Þó bókin sé stutt þá nær Elí að segja heilmikið og það er mikill plús.

Þegar ég segi að bókin sé vel skrifuð þá er einungis einn hlutur við það sem fer í taugarnar á mér, það er þegar Katja talar við sjálfa sig. Lesanda er oft gefin innsýni inn í hugsanir Kötju en það verður fljótt þreytt.

Í heildina er Kistan nokkuð góð og klárlega betri en sú fyrri, vonandi heldur Elí áfram að skrifa um Kötju og félaga hennar. Bókin hentar vel yngri lesendum, sérstaklega þeim á unglingsaldri en ég myndi ekki endilega telja þessa bók skrifaða fyrir eldra fólk. Um er að ræða framhald af uppeldissögu þarf sem aðal karakterinn skiptir öllu máli og að mínu mati eiga unglingar sérstaklega eftir að finna sig í Kötju. Þessi bók á klárlega heima í jólapakka ungra fantasíu aðdáenda.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑