Fréttir

Birt þann 15. október, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Hearthstone-mót Ground Zero 18. október

Skráning er hafin í Hearthstone-mót Ground Zero sem fer fram 18. október 2014. Þátttökugjald er 2.000 kr. og er 15 tíma tölvunotkun á Ground Zero innifalin í verðinu. Á Facebook-síðu Ground Zero er farið yfir reglur mótsins:

– Hver leikmaður velur 3 stokka fyrir match-up. Fyrstur til að vinna alla þrjá stokka andstæðingsins vinnur. Í finals velja leikmenn 5 stokka í stað 3.
.
– Báðir leikmenn mega banna 1 class á móti sér. t.d. rouge, mage o.s.frv.
.
– Pásur verða á ákveðnum tímum. Ekki er leyfilegt að fara af Ground Zero á meðan á mótinu stendur nema þegar ALLIR fara í pásu kl. 18:00 – 19:00. Ef leikmaður er ekki á staðnum þegar hann á að keppa þarf hann að forfeita.
.
– Úrslit allra leikja þarf að tilkynna til admin!

 

Verðlaun eru í boði fyrir þrjú efstu sætin.

1. sæti fær Somic G956 leikjaheyrnatól frá Kísildal, 25 tíma á Ground Zero, kippu af Mountain Dew, gjafabréf á Gamla Vínhúsið og pizzu.
2. sæti fær 15 tíma á Ground Zero, Mountain Dew og pizzu.
3. sæti fær 10 tíma á Ground Zero

Smelltu hér til að skrá þig í mótið.

Við bendum íslenskum Hearthstone spilurum einnig á Facebook-hópinn Hearthstone Iceland sem samanstendur af yfir 500 meðlimum.

Hearthstone_GZ

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑