Birt þann 23. september, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
0RIFF snýr aftur
Næsta fimmtudag byrjar einn stærsti og flottasti kvikmyndaviðburður íslands; RIFF. RIFF er ellefu daga hátíð sem stendur frá 25. september til 5. október. Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 2004 og verður hún haldin í ellefta sinn í ár. Helstu sýningarstaðirnir í ár eru Tjarnarbíó, Háskólabíó, Norræna húsið og Bíó paradís.
Í ár er sérstakt viðfangsefni RIFF er stríð og friður. Viðfangsefnið er í til efni þess að hundrað ár séu liðin frá upphafi fyrri heimstyrjaldarinnar sem tengist flestum átökum í heiminum í dag. Allir viðburðir sem eru tengdir viðfangsefninu eru opnir öllum. Hægt er að fræða sig meira um þessa viðburði á heimasíðu RIFF.
Þó að nafnið á RIFF gefur til kynna að hátíðin sé aðeins haldin í Reykjavík er svo ekki. Í ár hefur Kópavogsbær gefið RIFF góðan styrk og munu því níu atburðir verða haldnir í þar. Helstu viðburðir sem haldnir eru í Kópavogi eru Bílabíó, Sólstafir við Hrafninn flýgur og heiti bíópotturinn.
Höfundur er Þrándur Jóhannsson,
fastur penni á Nörd Norðursins.