Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Fyrstu hughrif: Destiny
    Leikjarýni

    Fyrstu hughrif: Destiny

    Höf. Nörd Norðursins15. september 2014Uppfært:15. september 2014Engar athugasemdir3 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Eftir langa törn í háskólanum sá ég mér fært um að spila tölvuleik í fyrsta skipti í mánuð. Sá leikur var enginn annar en dýrasti leikur sögunnar, Destiny. Ég ákvað að spila hann því að möguleiki var á að þetta væri „console-seller“ eða leikurinn sem gerði fáránlegt verð PS4 og Xbox One þess virði.

    Það er náttúrulega erfitt fyrir mig að segja núna hvort leikurinn sé fullkominn eða hvort hann sé 12 þúsund króna virði því þessi leikur er markaðsettur sem MMO, þ.a.l. getur tekið langan tíma að spila leikinn að fullu fyrir gagnrýni. Þess vegna hef ég ákveðið að gera svokallaða „first impressions“ grein fyrir fólk sem langar að vita hvernig leikurinn er.

    Destiny_01

    Destiny er nokkurs konar blanda af MMO og skotleik sem gerist í geimnum og líkist mjög Halo. Það er nefninlega Bungie sem framleiðir leikinn rétt eins og Halo leikina þar til 343 tók við. Spilun leiksins er mjög þétt og góð og manni líður eins og mest vinna hafi verið unnin í að gera þann hluta leiksins sem bestan. Hægt er að velja sér flokk (class) og kynþátt (race) rétt eins og í flestum MMO-um og er spilun mismunandi flokka nokkuð fjölbreytileg. Ég hef mest verið að spila Warlock en hef eitthvað leikið mér með Titan og Hunter líka. Ein athugasemd er að mér finnst Destiny taka aðeins og mikið af endurtekningar pælingunni frá MMO-um þ.e.a.s. að stundum eru mission-in nokkuð endurtekningargjörn og manni líður eins og maður sé bara í „Horde mode“ í Gears of War eða eitthvað líkt þegar maður er að spila þriðja mission-ið í röð þar sem maður þarf að drepa alla í einhverju tilteknu herbergi.

    Sögu hluti leiksins er nokkuð áhugaverður en það fer ekki mikið fyrir honum. Manni er ekki sagt mikið um hvað er að gerast heldur er manni nokkurn vegin hennt í þessa veröld og sagt að skjóta þetta og skjóta hitt af Peter Dinklage sem talsetur litla fljúgandi vélmennið (Ghost) sem fylgir manni hvert sem maður fer. Ég hef tekið eftir einu þegar ég vafra um netið og skoða hvað fólki finnst almennt um leikinn, það er að fólki finnst Peter Dinklage ekki standa sig nógu vel sem Ghost, að honum finnist verkefnið leiðinlegt og að hann nenni ekki að talsetja leikinn. Satt er að röddin hans er dálítið monotónísk en mér persónulega finnst það nokkuð sjarmerandi, hann er nú auðvitað að leika vélmenni sem hefur ekki endilega mannlegar tilfinningar.

    Ég hef ekki náð að spila Co-op né PvP af þeim ástæðum að ég er ekki með PS-plus eins og er en ég ætla að reyna að skoða það eitthvað áður en ég skrifa sjálfa gagnrýnina.

    Ef ég dreg þetta saman þá er Destiny mjög heilsteyptur leikur sem góðri spilun þrátt fyrir að hún geti verið örlítið endurtekningargjörn. Leikurinn er með áhugaverða sögu sem er ekki mjög „in your face“ ef manni langar einungis að spila Destiny eins og skotleik líkt og CoD eða Battlefield. 

    Eins og er mæli ég með Destiny en spurning er hvort ég þegar það þegar gagnrýnin í heild sinni kemur út.

    Höfundur er Skúli Þór Árnason,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    Destiny Fyrstu hughrif MMO Skúli Þór Árnason
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaHaustráðstefna Advania 2014
    Næsta færsla Ofvitar #22 – Töff
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025

    Minnist vinar síns í nýjum tölvuleik – „André dreymdi um að læra íslensku“

    14. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.