Birt þann 9. september, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
027 fyrirlestrar í boði á Haustráðstefnu Advania
Föstudaginn 12. september næstkomandi heldur Advania tuttugustu Haustráðstefnuna í röð í Hörpu. Í boði eru 27 fyrirlestrar sem tengjast þremur fyrirlestralínum; öryggi og tækni, stjórnun og nýsköpun.
Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar eru Jim Grubb, aðstoðarforstjóri Cisco Systems, Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri og stofnandi Plain Vanilla Games, Jesper Ritsmer Stormholt, Nordic Country Manager, Google Enterprise og Magnús Scheving, frumkvöðull. Auk þess eru fjölmargir innlendir og erlendir sérfræðingar frá fyrirtækjum og stofnunum á borð við FBI, Microsoft og Samsung sem flytja erindi á ráðstefnunni. Gestir fá aðgang að sérstöku Expó sýningasvæði þar sem fyrirtæki í upplýsingatækni munu kynna lausnir og tæki.
Hægt er að skoða dagskrána og kaupa miða á heimasvæði ráðstefnunnar. Almennt miðaverð er 44.900 kr.
Forsíðumynd: Þorteinn B. Friðriksson og Harpa
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.