Fréttir

Birt þann 10. ágúst, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tölvutek Black sigrar League of Legends mót HRingsins 2014

Liðið Tölvutek Black sigraði League of Legends mót HRingsins í ár. Tölvutek Black mætti liði Rúmfatalagersins í úrslitaviðureign mótsins þar sem keppt var eftir Best of Five spilunarformi, þar sem fyrra liðið til að vinna þrjá leiki tekur sigurinn. Tölvutek Black vann fyrstu tvo leiki viðureignarinnar með mjög djarfri og ákafri spilun og leit því strax út fyrir að þeir myndu sigra Rúmfatalagerinn með sannfærandi 3-0 sigri. Svo var ekki, þar sem Rúmfatalagerinn sigraði þriðja leikinn með þó nokkrum yfirburðum og var það eini leikurinn sem Tölvutek Black tapaði á öllu mótinu. Í fjórða leiknum gáfu Tölvutek Black ekkert eftir og náðu þó nokkru forskoti á fyrstu 10 mínútum leiksins. Þegar 15 mínútur voru liðnar af leiknum var forskot Tölvuteks orðið það mikið að Rúmfatalagerinn gat enga björg sér veitt. Lið Tölvuteks vann því úrslitaviðureignina með 3-1 sigri, og eru því sigurvegarar League of Legends móts HRingsins 2014.

 

Höfundur er Kristinn Ólafur Smárason,
fastur penni á Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑