Fréttir

Birt þann 8. ágúst, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

HRingurinn 2014 í beinni á Nörd Norðursins!

Það gleður okkur að tilkynna að líkt og í fyrra verður hægt að fylgjast með HRingnum í beinni hér á heimasíðu Nörd Norðursins! Þrjár rásir verða í boði; tvær fyrir League Of Legends og ein fyrir Hearthstone.

HRingurinn er árlegt LAN-mót á vegum Tvíundar, félags tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, sem verður haldið dagana 8. – 10. ágústí Háskólanum í Reykjavík. Keppt verður í Counter-Strike Go, League Of Legends, DotA 2 og Hearthstone.

Vegleg verðlaun eru í boði fyrir vinningshafa:

 

 League Of Legends:

• 1. sæti – 15.000 kr á haus, Somic G927 Heyrnatól, 9600 Riot Points, Triumphant Ryze, Mountain Dew, bíómiðar og frítt á HRinginn á næsta ári.
• 2. sæti – 5.000 kr á haus, tölvuleikur, 7100 RP, USB lykill, bíómiðar og Mountain Dew.
 3. sæti – Gjafabréf á Dominos uppá stóra pizzu af matseðli, 4600 Riot Points og bíómiðar

 

Hearthstone:

• 1. sæti – Gamidas Hades Laser leikjamús frá Kísildalur, bíómiðar, gjafabréf frá OK búðinni og frítt á HRinginn á næsta ári.
• 2. sæti – Gjafabréf frá OK búðinni, USB lykill, bíómiðar og Mountain Dew.
• 3. sæti – Gjafabréf frá Dominos og bíómiðar.

 

CS:GO:

• 1. sæti – 250 GB SSD frá Kísildalur, Mountain Dew, bíómiðar og frítt á næsta ári.
• 2. sæti – Tölvuleikur, USB lykill og bíómiðar.
• 3. sæti – Bíómiðar og gjafabréf frá Dominos uppá stóra pizzu af matseðli.

 

DOTA 2 :

• 1. sæti – Tölvuleikur, bíómiðar og frítt á næsta ári.
• 2. sæti – USB lykill, bíómiðar og Doritos
• 3. sæti – Bíómiðar og gjafabréf frá Dominos uppá stóra pizzu af matseðli.

 

Nánari upplýsingar um mótið má finna hér á heimasíðu HRingsins og hjá HRingnum á Facebook.

 

Fylgstu með HRingnum í beinni!

 

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
leikjanörd og ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑