Birt þann 18. febrúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Leikjafyrirtækið Irrational Games hættir starfsemi
Irrational Games, leikjafyrirtækið á bakvið hina geysivinsælu BioShock leikjaseríu, hefur ákveðið að hætta starfsemi. Þessi ákvörðun kemur eflaust mörgum á óvart þar sem Bioshock hefur notið mikillar velgengni. Í yfirlýsingu sem Ken Levine, einn af stofnendum fyrirtækisins, sendi frá sér í dag, segist hann vera mjög stoltur af því sem þeir hjá Irrational Games hafi gert en nú vilji hann gera annarskonar leiki, vinna í minni hóp og efla tengsl sín við tölvuleikjaspilara. Síðasta verkefni Irrational Games verður seinni hluti aukapakkans BioShock Infinite: Burial at Sea sem kemur út í næsta mánuði fyrir BioShock Infinite.
Flestir starfsmenn Irrational Games munu missa vinnuna, en 15 starfsmenn fyrirtækisins munu fylgja Levine til leikjafyrirtækisins Take-Two þar sem verður lögð áhersla á gerð niðurhalanlegra og sögudrifna leikja.
Yfirlýsingu Ken Levine í heild sinni.
-BÞJ