Birt þann 17. janúar, 2014 | Höfundur: Nörd Norðursins
Íslandsmeistaramót í Carcassonne 19. janúar
Spilavinir halda Íslandsmeistaramót í Carcassonne sunnudaginn 19. janúar í verslun sinni. Vinningshafinn fær að keppa á heimsmeistaramótinu í Carcassonne í Þýskalandi síðar á þessu ári og 20.000 kr. gjafabréf hjá Icelandair. Skráningargjald er 1.000 kr.
Á bloggi Spilavina er fjállað nánar um keppnina:
Íslandsmeistaramótið í Carcassonne verður haldið sunnudaginn 19. janúar kl. 17 í verslun Spilavina.
.
Íslandsmeistarinn vinnur sér keppnisrétt á heimsmeistaramótinu í Carcassonne sem haldið verður á stærstu spilasýningu í heimi í Essen, Þýskalandi, í október 2014. Ferða- og hótelkostnaður er ekki innifalinn.
.
Skráning á mótið fer fram á tölvupósti spilavinir@spilavinir.is eða hjá Spilavinum, Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík, fyrir 17. janúar. Látið fylgja með fullt nafn, kennitölu og síma. Skráningargjald kr 1.000 greiðist við innganginn.
.
Ekkert aldurstakmark en allir þátttakendur þurfa að kunna spilið. Spilaðir verða 2ja manna leikir með grunnspilinu.
.
Mótið er opið fyrir alla, en bara íslenskir ríkisborgarar eða erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi geta orðið Íslandsmeistarar eða keppt fyrir Ísland á heimsmeistaramótinu.
.
Í verðlaun fyrir fyrsta sætið er gjafabréf hjá Icelandair fyrir 20.000 kr. Auk þess eru veitt verðlaun fyrir annað sætið og besta keppanda yngri en 16 ára.