Icelandic Gaming Industry (IGI) heldur af og til hittinga þar sem rætt er um ýmislegt sem við kemur íslenskum tölvuleikjaiðnaði. Næsti hittingur IGI verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20:00 og verður umfjöllunarefni kvöldins „EVE VR“. Þar mun Bjørn Jacobsen hjá íslenska leikjafyrirtækinu CCP fjalla um EVE: Valkyrie (EVE VR) sem var kynntur fyrr á árinu.
EVE VR er fyrstu persónu geimskotleik sem minnir töluvert á gömlu góðu Wing Commander leikina eins og sést í sýnishorninu hér fyrir neðan.
Aðgangur er ókeypis og við hvetjum áhugasama til þess að mæta og taka þátt í umræðunni. Hittingurinn verður á Lebowski Bar (Laugavegi 20a í Reykjavík), 2. hæð, og er hægt að staðfesta komu sína hér á Facebook.
![]()

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.
