Fréttir

Birt þann 11. nóvember, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

IGI hittingur 14. nóvember – CCP fjallar um EVE VR

Icelandic Gaming Industry (IGI) heldur af og til hittinga þar sem rætt er um ýmislegt sem við kemur íslenskum tölvuleikjaiðnaði. Næsti hittingur IGI verður haldinn fimmtudaginn 14. nóvember kl. 20:00 og verður umfjöllunarefni kvöldins „EVE VR“. Þar mun Bjørn Jacobsen hjá íslenska leikjafyrirtækinu CCP fjalla um EVE: Valkyrie (EVE VR) sem var kynntur fyrr á árinu.

EVE VR er fyrstu persónu geimskotleik sem minnir töluvert á gömlu góðu Wing Commander leikina eins og sést í sýnishorninu hér fyrir neðan.

Aðgangur er ókeypis og við hvetjum áhugasama til þess að mæta og taka þátt í umræðunni. Hittingurinn verður  á Lebowski Bar (Laugavegi 20a í Reykjavík), 2. hæð, og er hægt að staðfesta komu sína hér á Facebook.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑