Fréttir

Birt þann 26. október, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Nýjar PlayStation 4 og Xbox One auglýsingar [MYNDBÖND]

Sony og Microsoft hafa sent frá sér nýjar sjónvarpsauglýsingar fyrir nýju leikjavélarnar, PlayStation 4 og Xbox One. Það er varla annað hægt að segja en að auglýsingarnar séu ansi vel gerðar og auki spennuna enn frekar fyrir næstu kynslóð leikjavéla.

Það er áhugavert að bera auglýsingarnar saman. Þær byggja upp á svipaðri hugmynd; að bjóða spilurum upp á nýja upplifun í fjölbreyttum og spennandi leikjaheimum. PS4 auglýsingin setur fókusinn á að spila leiki með vini á meðan Xbox One horfir frekar á einspilunina. Bæði Sony og Microsoft gefa aftur á móti kvenkyns spilurum lítið sem ekkert pláss í auglýsingunum, sem er synd.

 

PlayStation 4 – Perfect Day

 

Xbox One – Invitation

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
ritstjóri Nörd Norðursins.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑