Birt þann 25. september, 2013 | Höfundur: Nörd Norðursins
0RIFF hefst á morgun
RIFF – Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík – hefst á morgun, 26. september. Þetta er í tíunda skipti sem hátíðin er haldin, en hún hefur vaxið jafnt og þétt síðan árið 2004 þegar hún var haldin í fyrsta skipti. Hátíðin stendur í tíu daga, lýkur þann 6. október. Í ár fara sýningar fram í Háskólabíói, Tjarnarbíói og í Norræna húsinu, en miðasala og upplýsingamiðstöð er í Tjarnarbíói.
RIFF sýnir í ár hátt í hundrað myndir í fullri lengd, bæði leiknar myndir og heimildamyndir auk fjölda stuttmynda. Myndirnar koma frá samtals yfir 40 löndum. Á annað hundrað erlendir gestir úr kvikmyndaheiminum eru væntanlegir til að kynna verk sín eða taka þátt í íslenskum Bransadögum og Talent Lab smiðjunni sem haldin er samhliða RIFF. Um þrjátíu leikstjórar eru væntanlegir til að fylgja eftir myndum sínum, en þremur, þeim Lukas Moodysson, Laurent Cantet og James Gray verður veitt verðlaun RIFF fyrir framúrskarandi listfengi.
Opnunarhóf RIFF fer fram í stóra sal Háskólabíós með frumsýningu á nýrri íslenskir mynd, SVONA ER SANLITUN eftir Róbert Douglas. Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, setur hátíðina, en Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri Á annan veg flytur hátíðargusuna.