Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Tölvuleikir»Leikjarýni»Leikjarýni: DmC: Devil May Cry (2013)
    Leikjarýni

    Leikjarýni: DmC: Devil May Cry (2013)

    Höf. Nörd Norðursins10. febrúar 2013Uppfært:28. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    DmC: Devil May Cry er fimmti leikurinn í Devil May Cry leikjaseríunni. Í þessum hjakk- og höggleik stjórnar spilarinn ofur(gúmmí)töffaranum Dante sem er hálfur engill og hálfur djöfull. Þessi blanda gefur Dante einstaka ofurkrafta sem gera honum kleift að ferðast í aðrar víddir og drepa djöfla sem aðrir geta ekki séð.

    Djöflar stjórna Limbo City

    Leikurinn gerist í borginni Limbo City sem er stjórnað af djöflum í mannsgervum. Með því að skuldsetja almenning og með stöðugum fjölmiðlaáróðri hafa djöflarnir náð að heilaþvo fólkið sem sér ekki lengur raunverulegt vandamál samfélagsins. Þegar djöflar byrja að ráðasta á Dante býðst Kat til að aðstoða hann og kynnir honum fyrir Vergil sem stjórnar „The Order“, sem eru samtök sem vilja losa Limbo City undan stjórn djöflana. Dante, Kat og Vergil vinna því saman í gegnum leikinn til að yfirbuga djöflana og á leið sinni kynnast þau mörgum nýjum hættum.

    DmC

    Vel heppnaðir endakarlar og gott úrval óvina

    Boðið er upp á skemmtilegt úrval af óvinum í DmC. Hefðbundnu djöflarnir sem Dante berst við eru mjög auðveldir en eftir því sem líður á leikinn bætast fleiri óvinir við sem verða sífellt stærri og öflugri, og í lok leiks er spilarinn farinn að mæta ansi vígalegum djöflum.

    Endakarlarnir í leiknum eru epískir! Ég hef alltaf verið hrifinn af vel útfærðum endakörlum, en finnst of fáir leikir ná að útfæra þá nógu vel fyrir minn smekk. Í DmC náðu þeir þó algjörlega að heilla mig upp úr skónum með stórum endabardögum og mjög ólíkum og vel gerðum endakörlum.

    DmCHelsti gallinn er hve auðvelt er að drepa þessa djöfla á hefðbundnu erfiðleikastigi (ég tek það fram að ég er ekkert betri en næsti hefðbundni hjakk- og hökkleikja spilari). En það er þó hægt að velja erfiðara erfiðleikastig sem gerir leikinn erfiðari.

    Ævintýralegur og gotneskur stíll

    Grafíkin í leiknum er góð, en ævintýralegur og gotneskur stíll leiksins er það sem gerir hann að algjöru augnakonfekti. Þó þessi stíll haldist óbreyttur í gegnum leikinn þá eru borðin fjölbreytt, bæði í spilun og útliti, sem gerir leikinn áhugaverðari. Einhæfni er einmitt einn helsti óvinur hjakk- og höggleikja, en DmC nær að halda fjölbreytileikanum gangandi.

    Tónlistin nær að skapa stóran hluta af þeirra (gúmmí)töffara- og hasarstemningu sem er yfirgnæfandi í leiknum. Lögin í leiknum eru öll fengin frá hljómsveitunum Noisia and Combichrist (til gamans má geta að þá er Noisia einnig með lög í snjóbrettaleiknum SSX), sem spila elektró tónlist. Sum lögin minna mann á einhverskonar næturklúbba-stemningu á meðan önnur lög eru töluvert þyngri og hallast í átt að kraftmeira elektró-rokki. Þó tónlistin sé ekki endilega minn tebolli þegar kemur að tónlistarsmekk, að þá er ekki hægt að neita því að þetta virkar eins og sjálfvirk adrenalínpumpa á meðan maður stútar djöflum og hamast á tökkunum.

    Þægileg spilun á hröðum leik

    Stjórnun leiksins er mjög þægileg og er ekki flókið að stjórna Dante þó hann geti framkvæmt mörg brögð með mörgum mismunandi vopnum (þ.á.m. byssum, sverði og vígalegri exi). Ég er einn af þeim sem á það til að gleyma öllum brögðum þegar ég lendi í mjög krefjandi aðstæðum og hjakkast á öllum tökkum sem ég sé í þeirri von um að deyja ekki – það virkaði líka nokkuð vel í leiknum – en það er einnig hægt að stoppa leikinn og skoða listann yfir þau brögð sem Dante er búinn að læra og æfa þau þegar manni hentar. Þetta getur komið að mjög góðum notum, sérstaklega þegar óvinir eru ónæmir eða veikir fyrir ákveðnum brögðum.

    Spilunin er hröð og spennandi. Dante þarf að komast í gegnum 20 borð og er spilunin reglulega brotin upp með stuttum myndskeiðum sem fylla vel upp í söguþráð leiksins. Sagan og spilunin tvinnast vel saman en leikurinn er þó heldur stuttur þar sem það tekur rétt yfir 10 klukkutíma að klára söguþráð hans á hefðbundnu erfiðleikastigi. Spilarinn getur vissulega valið erfiðara erfiðleikastig ásamt því að leita að földum lyklum sem opna lítil aukaborð, og gæti það lengt spilunina um nokkra klukkutíma.

    DmC

    Úrval af vopnum og brögðum

    Eins ég minntist á áðan getur Dante framkvæmt fjölmörg brögð með úrvali vopna. Án þess að fjalla sérstaklega um hvert og eitt vopn að þá er góðu jafnvægi náð þar sem hver og einn ætti að geta fundið sinn stíl.

    Helstu vopn leiksins eru; sverð (Rebellion), byssur (Ebony og Ivory o.fl.) auk þess sem Dante getur skipt milli þess að berjast líkt og engill (Angel Mode) þar sem snöggar hreyfingar skipta öllu máli eða líkt og djöfull (Devil Mode) með þungum og hægum höggum. Dante byrjar með fá vopn en í gegnum leikinn fær hann fleiri og fleiri vopn og reynslupunkta sem spilarinn getur notað til að læra ný brögð.

    Niðurstaða

    Ég hef spilað minn skammt af hjakk- og höggleikjum og er God of War þar í miklu uppáhaldi. Það er langt síðan að ég hef skemmt mér jafn vel í hjakk- og höggleik! DmC nær að halda leiknum fjölbreyttum og spennandi og á leikurinn heima á mínum topplista yfir bestu hjakk- og höggleiki. Saga leiksins heldur manni við efnið, en það eru fyrst og fremst vel útfærðir óvinir og þægilegt bardagakerfi sem gerir DmC svona góðan.

    Helstu gallarnir eru hve stuttur hann er í spilun og hve auðveldur hann getur verið á hefðbundnu erfiðleikastigi.

     

    Höfundur er Bjarki Þór Jónsson,
    ritstjóri Nörd Norðursins.

     

    Bjarki Þór Jónsson dante devil may cry dmc hack and slash hjakk- og höggleikur Leikjarýni
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaUTmessan 2013 [MYNDIR]
    Næsta færsla Bókarýni: Hvítir múrar borgarinnar eftir Einar Leif Nielsen
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leikjavarpið #62 – Steam Machine og GTA VI seinkað

    17. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag

    5. desember 2025

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • VR Worlds – Nýr sýndarveruleikasalur opnar í gamla Gzero í dag
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.