Loka valmynd
    Facebook Instagram YouTube Spotify TikTok Twitch
    Nörd Norðursins
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    • Fréttir
    • Greinar
    • Leikjarýni
    • Íslenskt
    • Leikjavarpið
    • Viðburðir
    Nörd Norðursins
    Heim»Menning»Bækur og blöð»Bókarýni: Hvítir múrar borgarinnar eftir Einar Leif Nielsen
    Bækur og blöð

    Bókarýni: Hvítir múrar borgarinnar eftir Einar Leif Nielsen

    Höf. Nörd Norðursins11. febrúar 2013Uppfært:25. maí 2013Engar athugasemdir5 mín. lestur
    Facebook Twitter LinkedIn Reddit WhatsApp Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Deila
    Facebook Tölvupóstur Afrita hlekk

    Hvítir múrar borgarinnar er ný íslensk vísindaskáldsaga og er frumraun Einars Leif Nielsen. Sagan gerist í framtíðinni og nánari flokkun væri dystópíuskáldverk í stíl við Fahrenheit 451. Við lesturinn varð mér einnig hugsað til myndarinnar Equilibrium, kannski vegna þess hvernig dystópíusögu og hasar er blandað saman í báðum verkunum (það eru ákveðin líkindi með Lex Absque, söguhetjunni okkar og John Preston sem Christian Bale lék).

    Lex þessi vinnur sem öryggisvörður / innheimtari fyrir Veginn. Nafnið Vegurinn hefur ákveðna skírskotun fyrir íslenska lesendur en í byrjun sögunnar er Lex að lesa yfir konu sem hafði orðið manni sínum að bana og segir meðal annars: „…Guð stendur okkur að baki og sér til þess að rök ráði ríkjum í þessu landi…“. Fljótlega kemur samt í ljós að guðinn í þessu þjóðfélagi er í raun guð græðginnar en risafyrirtækið sem Vegurinn starfar fyrir heitir einmitt Mammon.

    Hvítir múrar borgarinnarGlæpur áðurnefndrar konu var ekki sá að drepa manninn sinn heldur sá að hún gat ekki borgað fyrir fjárhagslega tjónið sem dauði hans olli. Í þessu þjóðfélagi virðist ekki vera neitt fangelsi; annað hvort borgar þú eða ekki (og tekur þá út þína refsingu). Ef skuldin er of há þá getur komið til aftöku á staðnum en yfirleitt er fólk einfaldlega sent í lægra þjóðfélagsþrep. Þannig er ekki litið á glæpinn sjálfan heldur fjárhagslegar afleiðingar glæpsins. Það er ekki nema von að siðferðið sé ekki uppá marga fiska eins og sagan sýnir fram á.

    Stórborginni í sögunni er skipt upp í mörg svæði; allt eftir þjóðfélagsþrepum. Þeir ríkustu búa á svæði 10; þeir fátækustu á svæði 1 og svo er það Dalurinn en þar eru „úrhrökin“ sem fá ekki að lifa í borginni. En Dalurinn hefur líka sitt stjórnarfyrirkomulag. Augljóslega er mikil ólga í þessu þjóðfélagi þar sem þeir ríku geta bókstaflega komist upp með morð og ofbeldi ef þeir borga fyrir það. Hatrið milli þeirra ríku og fátæku er algjört. Sagan snýst að mörgu leyti um þessa togstreitu og hvernig ástandið nær suðupunkti.

    Þetta er mjög athyglisvert þjóðfélag sem Einar hefur byggt upp með bókinni, þetta er eins og draumaborg (eða martröð, hvernig sem maður lítur á það) kapítalismans.

    Þetta er mjög athyglisvert þjóðfélag sem Einar hefur byggt upp með bókinni, þetta er eins og draumaborg (eða martröð, hvernig sem maður lítur á það) kapítalismans. Nánast allt sem fólk gerir kostar eitthvað, þ.á.m. ofbeldi, eins og hefur komið fram, og ef einhver lendir í skuldum þá eru það ekki bara skuldararnir sem herja á mann, heldur nágrannarnir. Þeir vilja ekki hafa einhvern í hverfinu sínu sem lætur þá líta illa út; þjóðfélagsstaðan er allt. Fólkið er algerlega metið út frá peningum og líf þeirra fátækustu er mjög ódýrt eins og við fáum að kynnast. Peningar stjórna auðvitað nær öllu í nútímaþjóðfélagi en hérna er skrefið tekið enn lengra.

    Hvítir múrar borgarinnar kom mér mjög skemmtilega á óvart. Höfundur gerir vel í því að kynna okkur þessa veröld bæði í gegnum atburði og með útskýringum. Við fáum að sjá slæmu hliðar þjóðfélagsins í gegnum daglegt líf Lex sem er sögumaðurinn okkar. Lex er samt hluti af þessum kalda og nánast tilfinningalausa heimi og sér því mannslíf stundum eins og peninga en einhverja samvisku hefur hann. Lex er engill miðað við samstarfsmann hans, Orkus, en hann er nánast algerlega búinn að missa alla samkennd og stór hluti sögunnar er togstreitan á milli þeirra tveggja.

    Þó að við upplifum söguna að mestu í gegnum augu Lex þá kynnumst við líka ákveðinni persónu í Dalnum sem er skrautleg svo ekki meira sé sagt. Persónusköpunin er fín í bókinni og Einar nær að skapa nokkrar eftirminnilegar persónur. Stundum þyrstir manni samt í meiri bakgrunn til að geta gert sér betur grein fyrir því hvað rekur fólkið áfram og af hverju það hagar sér eins og það gerir.

    Bókin hefði mátt vera lengri sem er kannski merki góðrar bókar. Það eru nokkrir hlutir sem hefði mátt gera betur skil á eins og t.d. samband Orkusar og Lex. Þeir eiga að vera vinir en Orkus virðist stanslaust fara yfir strikið og Lex er mjög þolinmóður gagnvart honum af einhverjum ástæðum. Það hefði verið gaman að lesa t.d. um þjálfun þeirra félaga í Veginum og hvernig þeir urðu vinir. Einnig hefði verið gaman að kynnast frekar starfsemi Vegarins því að það vottar fyrir misræmi í því hversu vel þjálfaðir og virtir starfsmenn þess eiga að vera og hversu óagaðir og í miklu ójafnvægi þeir eru í raun. Þetta eru samt smámunir og kannski bara túlkunaratriði. Það er alla vega pláss fyrir framhald út frá spurningunum sem vakna ef höfundur ákveður svo.

    Hvítir múrar borgarinnar er grípandi saga og er ansi vel skrifuð, sérstaklega miðað við frumraun; hrynjandinn er góður og söguþráðurinn koðnar ekki niður. Þetta er ein af þessum bókum sem maður bara heldur áfram að lesa. Ég mæli með þessari fyrir unnendur furðusagna.

     

    Höfundur er  Steinar Logi Sigurðsson,
    fastur penni á Nörd Norðursins.

     

    bókarýni Einar Leif Nielsen hvítir múrar borgarinnar Steinar Logi Sigurðsson vísindaskáldsaga vísindaskáldskapur
    Deila. Facebook Twitter Reddit Tölvupóstur Bluesky Afrita hlekk
    Fyrri færslaLeikjarýni: DmC: Devil May Cry (2013)
    Næsta færsla Leikjarýni: Sleeping Dogs (2012)
    Nörd Norðursins
    • Facebook

    Birt af ritstjórn

    Svipaðar færslur

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025

    Leikjafyrirtækin á Íslandi aldrei fleiri en nú

    19. nóvember 2025

    Leggur til að stofna tölvuleikjabókaklúbb

    15. nóvember 2025
    Nýtt á Nörd Norðursins

    The Game Awards í beinni 11.-12. desember

    4. desember 2025

    Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards

    2. desember 2025

    Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus

    23. nóvember 2025

    Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland

    20. nóvember 2025

    Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður

    19. nóvember 2025
    Leikjarýni
    8

    Anno 117: Pax Romana

    11. nóvember 2025
    9

    Áttum við að tengjast?

    15. júlí 2025
    8

    Skemmtilegt nostalgíu ferðalag í nýjum búningi

    7. maí 2025
    8

    Indiana Jones and the Great Circle: Enn betri á PlayStation 5 og PS5 Pro

    2. maí 2025
    6

    Krúttleikurinn Hello Kitty Island Adventure dalar hratt

    21. mars 2025
    Nýjast á Youtube
    https://youtu.be/84R6rYZR0nQ

     Um okkur 

    Leita á vef
    Nýjar færslur
    • The Game Awards í beinni 11.-12. desember
    • Leikjavarpið #63 – Icelandic Game Fest og The Game Awards
    • Durtar og yfirnáttúruleg öfl í IKEA og Nexus
    • Fyrsti hálftíminn í Master Lemon: The Quest for Iceland
    • Vefur Samtaka leikjaframleiðenda uppfærður
    Facebook Instagram YouTube Spotify Bluesky TikTok Twitch
    © 2025 Nörd Norðursins.

    Skrifaðu fyrir ofan og ýttu á Enter til að leita. Ýttu á Esc til að hætta við.