Fréttir1

Birt þann 5. nóvember, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

GEGT Gaulzi í viðtali hjá Quantic Gaming

Guðlaugur Árnason, betur þekktur sem GEGT Gaulzi, keppti í Starcraft II tölvuleikjamóti á vegum Major League Gaming (MLG) sem haldið var í Dallas um helgina. Gaulzi sigraði því miður í engum leikjum með sinni frægu, en jafnframt óhefðbundnu, Cannon Rush aðferð á mótinu. Gaulzi lét í fyrsta leik í minni pokann fyrir hollenska Zerg spilaranum Liquid Ret, en það er ekkert til að skammast sín fyrir þar sem Ret hefur á seinustu tveim árum unnið til verðlauna á 18 misstórum Starcraft II mótum.

Eftir að mótið var yfirstaðið voru 39 spilurum boðið í viðtöl á vegum Quantic Gaming, og þar var Gaulzi meðal viðmælenda. Í viðtalinu spyr Garrett Prechel, Gaulza, út í útkomu hans á mótinu og hvernig hann hafi þróað með sér þennan sérstaka spilunarstíl sem hann er svo þekktur fyrir. Gaulzi slær á létta strengi og býður meðal annars Garrett upp á íslenskan hákarl, en hægt er að horfa á myndbandið í heild sinni hér fyrir neðan.

– KÓS

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑