Birt þann 24. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
0Venus gengur fyrir sólina 5.-6. júní 2012
Þann 5. og 6. júní verður hægt að fylgjast með þvergöngu Venusar. Á Íslandi verður hægt að fylgjast með þvergöngunni fyrir og eftir sólarlag og er það því kjörið tækifæri fyrir stjörnuskoðara og aðra að fylgjast með, en þvergangan mun hefjast rétt áður en sólin sest, eða kl. 22:04 á íslenskum tíma. Sólin mun svo rísa aftur og verður Venus þá enn í þvergöngu sem lýkur kl. 04:54.
Til þess að fylgjast með þvergöngunni er nauðsynlegt að nota sólarsíur sem eru settar framan á sjónauka til þess að koma í veg fyrir augnskaða. Einnig er hægt að kaupa sérstök sólskoðunargleraugu hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness.
Nánari upplýsingar um þvergöngu Venusar fást á Stjörnufræðivefnum.
Mynd: Stjörnufræðivefurinn // Hermann Hafsteinsson
– BÞJ