Fréttir1

Birt þann 25. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

EVE Fanfest 2012: World of Darkness

Singularity salurinn var þéttsetinn þegar World of Darkness kynningin byrjaði á EVE Fanfest, og því miður þurftu margir frá að hverfa þar sem salurinn rúmaði einfaldlega ekki fleiri áhorfendur.

Chris McDonough var aðalfyrirlesarinn,  hann tók fram að sögur af andláti World of Darkness tölvuleiksins væru stórlega ýktar, en lítið hefur frést af leiknum frá því hann var tilkynntur árið 2006. Þegar CCP hófu framleiðsluferli leiksins sáu þeir fljótlega að bæði EVE Online og Dust 514 þyrftu meira og minna alla athygli fyrirtækisins og var því hægt á öllu World of Darkness ferlinu. Í dag er World of Darkness þó kominn á fulla ferð, en 55 manns vinna að gerð leiksins í skrifstofubyggingu CCP í Atlanta. Það er þó ekki enn komin fastur útgáfudagur fyrir leikinn. „Hann er tilbúinn, þegar hann er tilbúinn“, sagði Chris.

Hann er tilbúinn, þegar hann er tilbúinn“, sagði Chris. World of Darkness lið CCP vinnur nú hörðum höndum að því að hanna umhverfi, persónur og spilun leiksins.

World of Darkness lið CCP vinnur nú hörðum höndum að því að hanna umhverfi, persónur og spilun leiksins. Ein helsta áskorun World of Darkness liðsins er hönnun sandkassakerfisins, en líkt og í EVE Online munu gjörðir spilara hafa mikil áhrif á sjálfann leikjaheiminn. Chris tekur fram að mikil áhersla sé lögð á að spilarar finni fyrir því að World of Darkness sé sandkassaleikur. Spilarar munu geta kosið aðra spilara í pólitískar stöður sem gefa viðkomandi mikið vald yfir öðrum spilurum, meðal annars það vald að dæma aðra spilara til dauða, en ef því er framfylgt mun dauðadæmda persónan deyja algjörlega! World of Darkness kemur því ekki til með að vera „kærleiksbjarnaleikur“, þar sem spilarar leiksins munu þurfa að hafa dálítið fyrir tilvist sinni í leiknum. Chris tekur þó fram að World of Darkness eigi eftir að vera aðgengilegur fyrir nýja spilara og hin háa lærdómskúrfa sem EVE Online er þekktur fyrir sé ekki til staðar í World of Darkness.

Spilarar munu geta kosið aðra spilara í pólitískar stöður sem gefa viðkomandi mikið vald yfir öðrum spilurum, meðal annars það vald að dæma aðra spilara til dauða, en ef því er framfylgt mun dauðadæmda persónan deyja algjörlega! World of Darkness kemur því ekki til með að vera „kærleiksbjarnaleikur“, þar sem spilarar leiksins munu þurfa að hafa dálítið fyrir tilvist sinni í leiknum.

Kynningin var stutt, en margt nýtt kom fram þegar opnað var fyrir spurningar og Reynir Harðarson, listrænn stjórnandi (Creative Director), og David Reid, markaðsfulltrúi CCP, stigu á svið. Hér fyrir neðan er stutt samantekt á helstu spurningum og svörum sem komu upp.

 

Spurning: Verður World of Darkness byggður á Vampire the Masquerade eða Vampire Requiem?
Svar: World of Darkness verður byggður á Vampire the Masquerade.

Spurning: Í Vampire the Masquerade eru margar mismunandi vampíruættir. Hvaða ættir verða spilanlegar í World of Darkness?
Svar: Við getum ekki gefið það upp, en við getum gefið ykkur vísbendingu. Upphaflegu ættirnar (The originals).

Spurning: Hvernig verður efnhagskerfi leiksins háttað? Munu spilarar framleiða hluti líkt og í EVE?
Svar: Eins og er munu spilarar ekki framleiða sína hluti sjálfir, en við getum sagt ykkur að gjaldmiðillinn í leiknum verður blóð!

Spurning: Mun CCP reyna að drífa World of Darkness út sem fyrst til að reyna að hagnast á vampíruæðinu sem er í gangi núna?
Svar: Nei. Vampíruæðið er alltaf til staðar. Það er kannski í aðeins meiri forgrunni núna en venjulega en það eru alltaf einhverjir sem heillast af vampírum.

Spurning: Í heimi World of Darkness er að finna margt annað en vampírur, til dæmis varúlfa og galdramenn. Mun spilarinn geta valið sér að spila eitthvað annað en vampírupersónu?
Svar: Nei, akkúrat núna einbeitum við okkur bara að vampírum. Það þýðir þó ekki að öðrum möguleikum verði bætt við persónusköpunina seinna.

Spurning: Umhverfi leiksins gerist allt innan í borgum. Verða borgir úr okkar heimi í World of Darkness?
Svar: Þegar við byrjuðum að búa til umheiminn fyrir leikinn skoðuðum við mikið af borgum og komumst fljótlega að því að borgir eru leiðinlegar! Borgirnar í leiknum munu margar koma til með að heita eftir borgum sem við þekkjum úr okkar raunveruleika, eins og New York og París, en þær munu ekki koma til með að líta út eins og þær borgir gera í alvörunni. Borgirnar munu síðan allar tengjast, og líkt og í EVE Online verður aðeins einn World of Darkness heimur (Single Shard Server).

Spurning: Verður World of Darkness mjög ofbeldisfullur og blóðugur?
Svar: Já, hann verður sennilega bannaður ungum börnum (Rating Teen). En ofbeldið verður samt ekki úr hófi, sem sagt ekkert ofbeldisklám, heldur ofbeldi með tilgangi! (meaningful violence)

 

Þegar spurningatímanum lauk spurði Chris áhorfendur hvort þær væru tilbúnir að sjá eitthvað sem enginn hafði séð áður. Eftir mikil fagnaðaróp setti Chris myndband af stað á stóra tjaldinu sem sýndi myndskeið úr World of Darkness leiknum. Áhugasamir geta séð myndir af þessu myndbandi á Flickr síðu Nörd Norðursins.

Enn er ekki kominn útgáfudagsetning fyrir World of Darkness, en Chris McDonough lofaði að fleiri fréttir myndu berast af leiknum seinna á þessu ári. Við hjá Nörd Norðursins munum fylgjast vel með framleiðsluferli þessa leiks, enda verður World of Darkness líklega einn af flottustu MMO leikjum næstu ára.

KOS

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑