Birt þann 23. mars, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
2EVE Fanfest 2012: DUST 514 prófaður!
DUST 514 // HANDS ON
Gengið var inn í litríkan en dimman sal þar sem 48 skjáir og 48 PlayStation 3 tölvur voru. Herberginu var skipt í tvennt fyrir DUST 514. Önnur hliðin var árásarliðið en hin hliðin átti að vernda stöðina sína. Það fyrsta sem blasti við manni þegar sest var niður og fjarstýring tekin í hönd var persónan sem maður var að fara að spila. Sjónarhornið er í þriðju-persónu og sá maður brynjuna og hversu ítarleg hún er. Hreyfingarnar voru nokkurnvegin eðlilegar en hafa verður í huga að leikurinn er ennþá í Beta-stigi framleiðslu.
Hægt var að ýta á Start hnappinn til að fá upp valmöguleika til að búa til sína útgáfu af útbúnaði eða að finna leik. Við fundum leikjaþjóninn og hoppuðum í gírinn. Á meðan borðið er að hlaðast og beðið er eftir nægum fjölda spilara eru allir sem ætla að spila saman í herbergi sem kallast stríðsherbergið (e. War Room) og þar er hægt að breyta útbúnaði eða spjalla um taktík við aðra bardagabræður.
Þegar búið er að hlaða borðið byrjar bardaginn. Þú velur útbúnaðinn þinn og ég valdi hinn einfalda en sísannaða hermann (e. soldier) sem er útbúinn til að vera allrahanda maður.
Þegar búið er að hlaða borðið byrjar bardaginn. Þú velur útbúnaðinn þinn og ég valdi hinn einfalda en sísannaða hermann (e. soldier) sem er útbúinn til að vera allrahanda maður. Þónokkuð öflugan árásarriffil, fína skammbyssu og handsprengjur ásamt því að vera með gott jafnvægi á milli hreyfanleika og þykkt brynju. Maður byrjar á að prufa takkana og finna út hver gerir hvað og flestir takkarnir voru eins og við mátti búast. Skottakkinn sá sami og venjulega í PlayStation 3 og fleiri takkar sem eru nánast inngrónir í þá sem spila FPS leiki. Nema þegar kemur að því að beygja sig. Þá á að ýta á þríhyrninginn. Það brýtur út af vananum og tók smá tíma að venjast því en það er örugglega góð ástæða fyrir því að þetta sé takkinn til að beygja sig. Við eigum bara eftir að finna hana.
Jæja, búið var að læra á takkana og þá var kominn tími til að standa sig og verja herstöðina sína fyrir óvininum. Ég gjóaði augunum upp í efra-vinstra hornið á skjánum og gat ekki hætt að stara. Mini-mappið er gullfallegt. Sýnir vini og óvini þegar þeir skjóta ásamt markmiðum. En eitthvað við það var æðislegt. Engar risamerkingar sem gera það gagnslaust eða of litlar merkingar sem gera það sama. Fullkomið.
Þegar rauður blettur sást á mini-mappinu var skundað af stað til að takast á við ógnina. Borðið snérist um herstöð/framleiðslustöð á opnu svæði þannig að mikið af bardaganum var í gangi á milli risastrompa sem stigu mörg hundruð metra upp í loft. Ég hljóp fyrir horn og sá þar óvin. Hann sá mig á sama tíma og við byrjuðum báðir að stíga til hliðar ásamt því að skjóta á andstæðinginn. Við kláruðum báðir skotin og þurftum að hlaða og við hugsum greinilega svipað því við hlupum báðir í skjól. Þegar ég sá að hann var að gera það sama tók ég smá snúning og hljóp til hans þegar hann fór í skjól. Þegar hann reyndi að koma aftur úr skjólinu kom ég honum að óvörum og náði yfirhöndinni og náði því fyrsta drápinu mínu í leiknum DUST 514. Ég sá að ég hafði tekið heilmikla refsingu frá fyrstu bráðinni minni og horfði á bæði heilsu- og brynjumælinn fyllast aftur hægt og rólega. Ég hafði ekki heyrt hvort að leikurinn væri með þetta kerfi en núna var það greinilegt að ef maður er ekki undir árás í smá tíma þá fyllist heilsan og brynjan lagast.
Ég hins vegar fékk að sitja í svifþyrlu og stýra áfastri sprengjuvörpu á meðan einn liðsfélagi minn flaug yfir árásarliðinu svo að ég gæti ringt sprengjum fyrir óvininn.
Ég reyndi að kalla inn farartæki en liðið mitt hafði of mörg farartæki í gangi til að ég gæti komist í eitt til að prufa að keyra. Ég hins vegar fékk að sitja í svifþyrlu og stýra áfastri sprengjuvörpu á meðan einn liðsfélagi minn flaug yfir árásarliðinu svo að ég gæti ringt sprengjum fyrir óvininn. Það gekk misvel því gráðan sem hægt er að miða niður er lítil og því erfitt að hitta einhvern nema hann sé langt í burtu eða svifþyrlan mjög nálægt jörðu. Þetta var samt ómæld skemmtun en dugði því miður stutt því að fljúgandi kvikindi eru oft stór skotmörk fyrir skotglaða ráðstefnugesti.
Nokkur mismunandi vopn voru prófuð og voru þau flest öll frábærlega vel gerð sem framtíðarvopn en sum náðu ekki að heilla mann. Þau voru greinilega ekki fullkláruð þannig að maður gefur þeim séns í lokaútgáfu leiksins.
Þrátt fyrir hörkubardaga vann árásarliðið en skemmtanagildið var ekkert minna fyrir vikið. Þarna sást að þetta er leikur sem mun koma sterkur inn á leikjatölvumarkaðinn og sitja þar sem fastast sem „Free 2 Play“ tegund af leik. Það verður gaman að sjá afrakstur CCP og SONY þegar leikurinn kemur út og mun leikurinn vera undir smásjá hjá okkur í Nörd Norðursins upp að útgáfudegi og eftir.
– DPJ
> MYNDIR FRÁ EVE FANFEST 2012 <
2 Responses to EVE Fanfest 2012: DUST 514 prófaður!
Skildu eftir svar
Þú verður að skrá þig inn til þess að rita athugasemd.
Pingback: Sýnishorn úr DUST 514 [MYNDBAND] | Nörd Norðursins
Pingback: EVE Fanfest 2012: Samantekt | Nörd Norðursins