Birt þann 6. janúar, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins
028 Spoons Later fáanlegur í AppStore
28 Spoons Later er nýr leikur fyrir iPhone og iPad frá íslenska tölvuleikjafyrirtækinu MindGames. Í leiknum fer spilarinn í hlutverk fórnarlambs uppvaknings sem kann mannasiði og ætlar sér að borðar heila eins og sannur fagmaður. Sem betur fer borðar uppvakningurinn ekki heilann nema með skeið og þarf spilarinn því að halda sér á lífi eins lengi og hann getur með því að beygja skeiðina með hugarorkunni. Leiknum er í raun og veru stjórnað með hugarorku og þarf að tengja PLX XWave, sem er sérstakt höfuðtól sem skynar heilabylgjur, við tækið til að spila leikinn.
MindGames sendi frá sér stutt myndskeið þar sem sýnt er hvernig leikurinn virkar.
Leikurinn er fáanlegur í AppStore og kostar $4.99.
– BÞJ