Fréttir

Birt þann 9. desember, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Lord of the Rings: The Living Card Game væntanlegur á Steam

Fyrir skömmu síðan ritaði ég frétt um að Fantasy Flight Games hefðu stofnað dótturfyrirtæki sem ætlaði að útbúa tölvuleiki byggða á spilum sem þeir hafa gefið út. Nú hefur verið opinberað hvaða spil verður hið fyrsta fyrir valinu en það mun vera samvinnuspilið The Lords of the Rings: The Living Card Game.

Í því spili vinna einn til fjórir leikmenn saman í að berjast gegn herjum Sauron með því að notast við spilastokk sem samanstendur af 30 spilum. Spilaðar eru mismunandi senur og þurfa leikmenn ýmist að ákveða hvort þeir vilji klára það verkefni sem senan setur fyrir þeim á meðan herir óvinarins vaxa, eða berjast við óvininn en fresta framför sinni að svo stöddu.

FFI mun líklega sjá sér auðvelda leik á borði til að bæta endalaust við af DLC fyrir leikinn svipað og Living Card Game hönnuninn er nú þegar. Þetta mun hinsvegar gera leikmönnum auðvelda fyrir að prófa leikinn sem og þurfa ekki að kljást við að halda utanum hundruði spila. Útlitið virðist sækja innblástur til Hearthstone miðað við fyrstu myndir.

Ég er allavega spenntur fyrir þessu verkefni frá FFI og er búinn að smella þessu á óskalistann hjá mér þrátt fyrir að leikurinn komi ekki til með að koma út fyrr en á fyrsta árshluta 2018. Auk þess opnar þetta á ýmsa aðra möguleika og því ekki ólíklegt að við komum til með að sjá önnur Living Card Games einsog t.d Netrunner eða Arkham Horror mæta á Steam.

 

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑