Fréttir

Birt þann 10. desember, 2017 | Höfundur: Nörd Norðursins

Annar þáttur af spilahlaðvarpinu Kind fyrir Korn kominn á netið

Kind fyrir Korn er hlaðvarp sem fjallar um borðspil hvort sem um er að ræða fréttir, umfjallanir, viðburði eða viðtöl. Þátturinn er gerður fyrir Nörd Norðursins og er þáttastjórnandi Magnús Gunnlaugsson, penni á Nörd Norðursins. Í þessum öðrum þætti fer Magnús yfir nokkrar fréttir og segir frá upplifun sinni á spilinu Sherlock Holmes: Consulting Detective. Við heyrum viðtal við Essen-farann Óskar Árnason og svo ræðir Magnús aðeins um íslensk borðspil og hönnun þeirra og hvaða spil megi að hans mati endurútgefa með nútímalegra gangverki. Þátturinn er rétt rúmar fjörtíu mínútur að lengd í þetta skiptið.

Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðann. Þátturinn er einning aðgengilegur á Hlaðvarpi Nörd Norðursins á SoundCloud, iTunes og Podcast-veitum fyrir Apple og Android tæki.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑