Fréttir

Birt þann 7. október, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Svona lítur íslenska landsliðið út í PES og FIFA

Líkt og áður hefur komið fram er íslenska karlalandsliðið í nýjasta FIFA fótboltaleiknum, FIFA 18. Í samtali við mbl.is var skotið á að sölumet yrði sett hér á landi vegna þessa og hefur leikurinn selst ótrúlega vel hingað til samkvæmt nýjustu tölum frá Senu. Brugðið var upp á það ráð að bjóða upp á sérstaka KSÍ kápu til að gefa leiknum íslenskan blæ og um leið að halda upp á þennan skemmtilega áfanga.

PES, eða Pro Evoltuion Soccer, er annar vinsæll fótboltaleikur og þar má einnig finna íslenska landsliðið. Hér fyrir neðan eru sýnishorn úr báðu leikjunum, FIFA 18 og PES 2018, þar sem hægt er sjá hvernig íslensku landsliðskapparnir líta út. Útkoman er misgóð og í sumum tilfellum getur jafnvel, því miður, verið erfitt að þekkja persónurnar. Engu að síður er gaman að sjá íslenska landsliðið í báðum leikjum.

Hvor útgáfan finnst þér koma betur út?

  • FIFA 18 (44%, 7 Votes)
  • PES 2018 (25%, 4 Votes)
  • Báðar útgáfur jafn slæmar (25%, 4 Votes)
  • Báðar útgáfur jafn góðar (6%, 1 Votes)

Total Voters: 16

Loading ... Loading ...

FIFA 18

 

PES 2018

Deila efni

Tögg: , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑