Fréttir

Birt þann 13. október, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Ninja Theory birta áhrifaríkt myndband frá aðdáendum Hellblade

Hellblade: Senua’s Sacrifice er klárlega einn af betri leikjum ársins 2017, allavega að mati undirritaðs.

Hönnuðir leiksins, Ninja Theory, hafa birt nýtt myndband sem fer yfir lítinn hluta af ótal skilaboðum sem fyrirtækinu hafa borist eftir útgáfu leiksins. Um er að ræða þakkarbréf af ýmsum toga þar sem einstaklingar sem hafa glímt við geðræna sjúkdóma þakka fyrir sig vegna nálgunar leiksins á geðsjúkdómum.

„Ég hef aldrei vitað hvernig ég á að lýsa því sem gerist í huganum mínum, þið hafið sett saman orð og myndir sem sýna hvernig mér líður.“

Textinn hér til hægri er eitt af mörgum skilaboðum sem koma fram í myndbandinu hér fyrir neðan. Myndirnar og textinn sem fram koma í myndbandinu er allt efni sem aðdáendur hafa sent fyrirtækinu.

Ef þú lesandi góður hefur ekki spilað leikinn nú þegar mælum við sterklega með honum. Hellblade: Senua’s Sacrifice er fáanlegur á PC og PlayStation 4.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑