Fréttir

Birt þann 12. júní, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

E3 2017: Xbox One mun styðja gamla Xbox leiki

Microsoft hefur að undanförnu unnið að því að fá fleiri og fleiri Xbox 360 leiki til að virka á Xbox One. Nú virka yfir 300 Xbox 360 titlar á Xbox One leikjatölvunni. Á E3 kynningu Microsoft tilkynnti fyrirtækið að fleiri leikir eiga eftir að bætast við þann lista auk þess sem valdir leikjatitlar frá upprunalegu Xbox leikjatölvunni eiga eftir að virka á Xbox One, þar á meðal Crimsons Skies.

… leikjatitlar frá upprunalegu Xbox leikjatölvunni eiga eftir að virka á Xbox One, þar á meðal Crimsons Skies.

Microsoft var um tíma harðlega gagnrýnt fyrir að bjóða ekki upp á þann möguleika að geta spilað Xbox 360 leiki í nýju Xbox One leikjatölvunni og hefur fyrirtækið augljóslega tekið þeirri gagnrýni nokkuð alvarlega. Samkvæmt tölum sem gefnar voru upp á kynningunni hafa í kringum 40-50% Xbox One spilara spilað Xbox 360 leikjatitla á Xbox One leikjatölvunni svo það er greinilega enn mikill áhuga fyrir eldri tölvuleikjum.

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑