Greinar

Birt þann 18. maí, 2017 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Leikpeð mánaðarins: Kristinn Haukur Guðnason – „Það er hægt að finna eitthvað fyrir alla“

Góðan dag kæru lesendur. Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að kynnast fleiri einstaklingum sem eru að spila borðspil í öllum sínum frítíma. Ég ákvað því að byrja með nýjan lið sem ég kýs að kalla Leikpeð Mánaðarins. Hugmyndinni er stolið (já stolið, #noshame) frá þráðum af /r/boardgames á Reddit sem kallast Meeple of the Week.

Fyrsti viðmælandinn er Kristinn Haukur Guðnason en hann byrjaði nýlega með Snapchattið: spilasnap og ég hef haft gaman að fylgjast með því. Hann hefur m.a kynnt spilin Flick’em Up, Sushi Go Party og hið minna þekkta Kremlin.

KYNNING

Hvað gerir þú í daglegu amstri?

Skrifa fréttir og greinar fyrir Kjarnann um allt milli himins og jarðar. Reyni að ala upp tvær stelpur sem spilanörda. Það virðist ætla að takast með þá eldri a.m.k.

Hver voru þín fyrstu kynni af borðspilum?

Ég hef alltaf spilað mikið. Ég „frelsaðist“ ekki á efri árum eins og svo margir. Fyrstu tvö spilin sem ég man eftir að hreyfðu virkilega við mér voru annars vegar HeroQuest og hins vegar The Gothic Game. Hið síðarnefnda er nú ófáanlegt en ég reyndi að endurgera það eftir myndum af BGG.

LEIKVENJUR

Uppfæriru spilin þín á einhvern máta? T.d með því að setja spil í plastvasa, uppfæra leikmuni eða annað slíkt.

Nei ég sleeve-a aldrei spilin en ég reyni að passa upp á þau. Set hluti í plastpoka og raða í boxin eftir notkun.

Hversu oft spilaru í viku/mánuði. Skráiru spilanir þínar t.d hvort þú sigraðir eður ei?

Grúppan mín hittist venjulega aðra hvora viku. Svo spila ég mikið við dætur mínar og eitthvað við aðra ef svo ber undir. Ég spila líka töluvert sóló, bæði co-op spil og varíanta af öðrum. Ég skrái það aldrei niður en bróðir minn sem er í grúppunni gerir það. Síðast þegar ég vissi var ég langefstur 🙂

Ertu meðlimur á Boardgamegeek, ef svo er, viltu deila með okkur spilasafninu þínu?

Auðvitað. Username: kjerulf

UPPÁHALDS SPIL

Hvaða spil er mest í uppáhaldi/mest spilað þessa daga?

Klárlega Arkham Horror. Ég er mikill Lovecraft aðdáandi og mínar uppáhaldsstundir við borðið hafa verið þegar ég reika um Arkham, vonlítill og hræddur. En það er erfitt að koma því að þessa dagana. Eldritch Horror, Mansion of Madness og Elder Sign hafa tekið við. Núna er Deception: Murder in Hong Kong einnig í sérstöku uppáhaldi.

Er eitthvað spil sem þú fílar en finnst vera vanmetið?

Ég hef alltaf fílað Cluedo, sem þykir nú ekki mjög fínt í dag. Þrátt fyrir roll-n-move hlutann finnst mér gangverkið í því gott. Af nýrri spilum verð ég að segja Rattus. Það hefur lítið farið fyrir því.

Hver er uppáhaldshönnuðurinn?

Corey Konieczka! Richard Launius og Matt Leacock verða að fá smá shout-out líka.

Hver er uppáhaldsútgefandinn þinn?

Fantasy Flight Games. Days of Wonder ekki langt á eftir, en þetta er reyndar allt orðið Asmodee núna.

Áttu þér uppáhalds þema í borðspili?

Hrylling. Sérstaklega Cthulhu mythos (þó að það sé vissulega ofnotað).

Hvert er uppáhalds gangverk (e.mechanic) í borðspili?

Ég er hrifnastur af samvinnuspilum, kannski er það vegna þess að ég ólst upp í D&D. Það eru náttúrulega til margar týpur af því. Ég er t.d. mjög hrifinn af dungeon-crawl.

HRAÐASPURNINGAR

Þema eða gangverk?
Þema

Lárétt eða lóðrétt geymsla á spilum?
Lárétt

Werewolf vs The Resistance?
The Resistance

Forbidden Desert vs Forbidden Island?
Forbidden Island

Kallax, Billy eða Besta hillur fyrir spil?
Billy

Plöstuð eða óplöstuð spil?
Óplöstuð

7 Wonders eða 7 Wonders: Duel?
7 Wonders

Sushi Go eða Sushi Go Party?
Sushi Go Party

ENN FLEIRI SPURNINGAR!

Er eitthvað spil sem þú þvertekur fyrir að spila?

Puerto Rico. Það spila ég aldrei aftur. Skil ekki hæpið.

Hvaða spil finnst þér að eigi skilið efsta sætið á Boardgamegeek?

Pandemic. Ekki persónulegt uppáhald, en bara svo ofboðslega vel hannað, aðgengilegt og gott spil.

Hver er eftirminnilegasta spilaupplifunin þín?

Klárlega úr WWF Wrestling Challenge (1991). Einn félagi minn var Hulk Hogan og reif bolinn sinn fyrir bardaga. Ég náði mynd af atvikinu og skellti á BGG.

Ef þú mættir einungis eiga 10 spil í safninu þínu hvaða spil yrðu fyrir valinu?

1. Arkham Horror,
2. Elder Sign,
3. Shadows Over Camelot,
4. Spartacus,
5. HeroQuest,
6. King of Tokyo,
7. Ticket to Ride,
8. Deception: Murder in Hong Kong,
9. Pandemic,
10. Sturlungaspilið.

Hvað heldur þú að sé stærsti þröskuldurinn fyrir fólk til þess að taka þátt í þessu áhugamáli? Hvernig myndir þú vilja ná til fleirri einstaklinga?

Ég held að margir átti sig ekki á flórunni. Það er hægt að finna eitthvað fyrir alla. Ég held að margir haldi að „alvöru-spil“ séu einungis fyrir einhverja uber-nörda. Fólk heldur kannski að þetta sé allt eins og Warhammer og D&D. Flestum sem kynnast þessu finnst þetta skemmtilegt og því hlýtur að vera ráðið að bjóða óvönum að spila með. Catan, Ticket-to-Ride, Pandemic og Spyfall eru t.d. spil sem „veiða“ fólk. Svo bara að fjalla um spil á einfaldan hátt t.d. á samfélagsmiðlum. Ég hef t.d. skrifað um spil fyrir Kjarnann, póstað á Facebook og snappað á spilasnappinu. Íslendingar eru mikil spilaþjóð og ég held að flestir séu móttækilegir fyrir einhverju flóknara en Trivial Pursuit.

AÐ LOKUM

Ég vil endilega hvetja fólk til að adda Spilasnap á Snapchat hjá sér en þar er ég oft með umfjallanir og kynningar á spilum auk þess sem ég birti myndir og video af spilastundum með bæði vinum mínum og dætrum. Ég skora svo á Grím Zimsen, übernörd, til að vera næsta Leikpeð Nörd Norðursins og læt fylgja með þessar tvær spurningar handa honum til að svara.

Hvað má aldrei taka með sér að spilaborðinu?
Hver er lengsti tíminn sem þú hefur spilað í einum rykk?

Myndir: Kristinn Haukur, Freepik.com (Polaroid), Arkham Horror (forsíða)

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑