Bíó og TV

Birt þann 11. maí, 2017 | Höfundur: Atli Dungal

Kvikmyndarýni: Lockout (2012): Sprengjur, byssur, hasar og fjör!

Kvikmyndarýni: Lockout (2012): Sprengjur, byssur, hasar og fjör! Atli Dungal

Samantekt: Lockout er hasarmynd í geimnum eins og þær gerast bestar.

4

Góð


Einkunn lesenda: 0 (0 atkvæði)

Varúð, þessi grein inniheldur spilla. Ef þú ert í þeim hugleiðingum að horfa á þessa mynd þá mæli ég eindregið með því en hættu að lesa, komdu bara til baka þegar þú ert búin/n að horfa.

Í aðalhlutverkum í kvikmyndinni eru þau Guy Pearce, Maggie Grace, Vincent Regan og Peter Stormare ásamt slatta af öðrum þekktum nöfnum sem bregða fyrir á skjánum. Handritshöfundar og leikstjórar eru þeir James Mather og Stephen St. Leger.

Lockout er hasarmynd í geimnum eins og þær gerast bestar. Fyrir mér þá smellhittir myndin í mark alveg sama hvort ég er að horfa á hana í fyrsta, annað eða jafnvel þriðja sinn. Þetta er fínasta skemmtun þó svo að þetta sé fyrirsjáanlegt frá upphafi til enda. Myndin gerist árið 2079 í Bandaríkjunum. Söguhetjan Snow (Guy Pearce) er fyrrverandi CIA operative sem er ranglega sakfelldur fyrir morð og njósnir. Hann er sendur einn upp til MS-One fangelsisins til að bjarga dóttur forsetans því Snow er eiginlega talinn vera eina vonin og næsta ráð væri að sprengja fangelsið frekar en að leyfa föngunum að komast aftur til jarðar.. MS-One, eða Maximum Security One, er fyrsta fangelsi sinnar tegundar og er ennþá í tilraunastarfsemi uppi í geimnum en eins og maður kemst fljótlega að þá eru starfshættirnir á þessari stöð mjög vafasamar: föngunum er haldið sofandi til að auðvelda fyrir löggæslumönnunum þrátt fyrir að það séu augljós brot á mannréttindum fanganna. Orðrómurinn sem að lokum berst niður til jarðar um þessi brot á mannréttindum fanganna er akkúrat ástæðan fyrir því að dóttir forseta Bandaríkjanna, Emelie Warnock (Maggie Grace), krefst þess að fá að skoða fangelsið og meta stöðina frá mannúðarlegra sjónarmiði en þau hagsmunasamtök sem græða á tá og fingri með því að láta ríkið borga fyrir að ferja afbrotamenn út í geim frekar en að geyma þá í fangelsi á jörðinni.

Hock, lífvörður Emelie, brýtur gegn reglum starfsstöðvarinnar með því að smygla vopni inn í herbergið þar sem viðtalið við fangann Hydell fer fram. Hydell nær að hirða vopnið af Hock og hlutir fara úrskeiðis á allra versta máta: Emelie er særð, Hydell nær að vekja og sleppa sofandi föngunum lausum og allt fer hreinlega til fjandans inni í fangelsinu.

Frábær skemmtun og ég mæli eindregið með þessari mynd.

Það sem mér finnst langbest við þessa mynd er að hún þykist aldrei vera neitt meistaraverk. Þetta er hasarmynd sem snýst um bardagaatriði, byssuatriði, vandræðalega góða one-liners í anda first person shooter leikja á borð við Duke Nukem og Doom, illmenni af bestu gerð og Guy Pearce sem andhetja er gríðarlega skemmtilegt fyrirbæri. Frábær skemmtun og ég mæli eindregið með þessari mynd.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑