Menning

Birt þann 4. apríl, 2017 | Höfundur: Nörd Norðursins

Nörd Norðursins 6 ára!

Í dag eru liðin slétt sex ár frá því að Nörd Norðursins hóf göngu sína! Í tilefni dagsins ætlar Napoleon Dynamite að taka nokkur vel valin dansspor fyrir okkur. Njótið!

Í gegnum árin höfum við fjallað um nördakúltúrinn með sérstakri áherslu á tölvuleiki, kvikmyndir, spil, bækur og teiknimyndasögur. Nörd Norðursins byrjaði upphaflega sem veftímarit árið 2011 og voru gefin út samtals sex tölublöð á jafn mörgum mánuðum. Veftímaritið þróaðist svo yfir í vefsíðu þar sem fréttir, greinar og gagnrýni birtist jafn óðum. Enn er hægt að skoða fyrsta blaðið okkar ókeypis á netinu, hér.

Við viljum þakka lesendum okkar kærlega fyrir að fylgjast með okkur og heimsækja síðuna okkar í gegnum árin.

Við viljum þakka lesendum okkar kærlega fyrir að fylgjast með okkur og heimsækja síðuna okkar í gegnum árin. Við viljum sömuleiðis minna á það að Nörd Norðursins er óháð vefsíða sem er rekin áfram af áhugafólki um fjölbreytt efni og við erum sífellt að bæta nýjum pennum við hópinn. Ef þú hefur áhuga á að ganga til liðs við okkur og láta þitt nördaljós skína – ekki hika við að hafa samband! Netfangið er nordnordursins(at)gmail.com

Í tilefni dagsins viljum við rifja upp nokkrar vel valdar minningar úr nördakassanum okkar góða


Vissir þú að hægt er að hlusta á tvö hlaðvörp (podcast) hér á síðunni okkar? Annað þeirra heitir OGP þar sem Ólafur Hrafn Júlíusson og Kristján S. Einarsson spjalla við gesti um allt og ekkert tengt tölvuleikjum og leikjatölvum. Hitt hlaðvarpið heitir Kaffi og myndasögur og í því ræða þeir Skúli og Þrándur um valdar nördafréttir, ofurhetjur og myndasögur. Bæði hlaðvörpin eru frá árunum 2013-2014.


Undanfarnar tvær forsetakosningar höfum við nördarnir tekið virkan þátt í samfélagsumræðunum með því að spyrja forsetaframbjóðendur erfiðu spurningarnar sem skipta máli; eins og hvernig myndu þeir taka á móti geimverum, eða verjast árásum uppvakninga? Hér er hægt að lesa svör forsetaframbjóðenda frá árinu 2012 og svo 2016.


Um tíma birtum við nýjar vikulegar myndasögur eftir Söndru Rós Björnsdóttir sem kallast Ofvitar. Hægt er að skoða Ofvita í heild sinni hér.


Nýverið hefur spilasvæði Nörd Norðursins öðlast nýtt líf þökk sé nýjum pennum sem sjá alfarið um alla spilaumfjöllun á síðunni. Það eru þau Ingunn Jóna Þórhallsdóttir, Magnús Gunnlaugsson og Þóra Ingvarsdóttir.


Mest lesna leikjagagnrýnin okkar frá upphafi er gagnrýni okkar á Grand Theft Auto V.


Við nördarnir höfum verið fengnir í ýmis viðtöl í gegnum árin, nú nýlega til að ræða um FIFA-KSÍ málið á Rás 1 og útgáfu NES mini á Bylgjunni.


Mest lesna spilarýnin okkar frá upphafi er gagnrýni okkar á Cards Against Humanity.


Við birtum einnig aðsendar greinar. Nýlega birtum við grein eftir Helgu Dís Ísfold um skjámenningu og foreldra.


Við sýnum íslensku efni sérstakan áhuga og höfum við meðal annars fjallað um EVE Fanfest öll þessi sex ár; 2011, 2012, 2013, 2014, 2015 og 2016 – svo munum við að sjálfsögðu mæta á Fanfestið í ár!


Nörd Norðursins er víða á samfélagsmiðlum; Facebook, Instagram, Twitter, YouTube og núna einnig á Snapchat, notendanafnið er nordnordursins.


 

Forsíðumynd: Napoleon Dynamite

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑