Fréttir

Birt þann 16. apríl, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

ARMS – næsti stóri leikurinn frá Nintendo

ARMS er næsti „stóri“ leikurinn frá Nintendo, fyrir utan Mario Kart 8 Deluxe, sem þeir koma til með að gefa út og hanna fyrir Nintendo Switch. Leikurinn var fyrst kynntur þegar tölvan var formlega afhjúpuð fyrr á þessu ári. Það má segja að ARMS sé nokkurs konar slagsmálaleikur sem gengur út á að rota andstæðinginn á mjög sérstakan hátt með hjálp gorma og alls kyns handarlenginga, ef svo má segja.

Leikurinn inniheldur nokkrar ólíkar persónur sem hafa mismunandi eiginleika sem hægt er að notfæra á hverjum leikvangi. Til þess að djúsa spilunina enn meira er hægt skipta út höndum þeirra á ólíka vegu með mismunandi samsetningum, eftir því hvað hentar hverjum spilara fyrir sig. Þannig er hægt að byggja upp og skipuleggja sig áður en bardaginn hefst og beita ólíkri herkænsku gegn andstæðingnum. Ásamt því að spila „maður á móti manni“ er hægt að spila „tveir gegn tveimur“ til þess að krydda bardagana enn betur.

ARMS er væntanlegur þann 16. júní næstkomandi á Nintendo Switch.

Samhliða útgáfu ARMS ætla Nintendo að gefa út nýja liti fyrir Joy-Con stýripinnana. Neon gular Joy-Con fjarstýringar verða því fáanlegir 16. júní, sama dag og ARMS kemur út fyrir leikjatölvuna. Einnig munu koma út nýjir fylgihlutir fyrir pinnana sem munu auka rafhlöðu nýtinguna til muna. Joy-Con stýripinnarnir endast nú þegar í u.þ.b. 18 til 20 tíma spilun, svo það verður fróðlegt að sjá hvað fylgihlutirnir munu auka líftíma þeirra lengi til viðbóta.

Heimild: Nintendo Direct, 12. apríl

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑