Fréttir

Birt þann 21. mars, 2017 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Myndband: GameTíví skoðar Starborne frá Solid Clouds

Ólafur Jóelsson, eða Óli GameTíví, kíkti í heimsókn til íslenska leikjafyrirtækisins Solid Clouds sem hefur að undanförnu verið að vinna að gerð fjölspilunarleiksins Starborne. Leikurinn er herkænskuleikur sem gerist í geimnum í rauntíma þar sem spilarar og bandalög keppast um að ná yfirráði. Leikurinn datt nýlega á alfa-stig og eru alfa-prufur nú í fullum gangi. Í myndbandinu sem birt var á YouTube-rás GameTíví fáum við að sjá sýnishorn úr spilun Starborne og útskýrir Árelíus Sveinn, starfsmaður Solid Clouds, út á hvað leikurinn gengur. Sjón er sögu ríkari.

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑