Leikjarýni

Birt þann 22. desember, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

Leikjarýni – Dishonored 2

Leikjarýni – Dishonored 2 Steinar Logi

Samantekt: Vel heppnað framhald að mestu leyti

4

Corvo snýr aftur


Einkunn lesenda: 3.7 (1 atkvæði)

Dishonored kom út 2012 og var vel tekið fyrir að vera frumlegur fyrstu-persónu hasarleikur (action-adventure) þar sem þú gast valið hvort þú leystir málin með miklu ofbeldi eða hélst þig úr augsýn (eða notaðir blöndu af hvoru tveggja). Það sem lyfti honum upp yfir sambærilega leiki var einstök hönnun, afturhvarf til klassískra leikja eins og Thief og frumlegur listrænn stíll. Við þetta bætist skemmtilegir hæfileikar (samblanda af göldrum og vopnahæfileikum) og endurspilunarmöguleikar því oft var hægt að leysa hlutina á mismunandi vegu.

Í Dishonored þá varstu Corvo Attano, lífvörður keisaraynjunnar í Dunham, en þrátt fyrir að vera einna bestur í þínu fagi þá náðirðu ekki að vernda hana. Þú varst sakaður um morðið sem fylgdi í kjölfarið og leikurinn fer í að eltast við óvinina með aðstoð hæfileika þinna sem laumumorðingi og ná fram hefndum. Dishonored 2 heldur sögunni áfram en núna þurfa bæði Corvo og Emily, dóttir keisaraynjunnar sem og ein aðalpersónan í sögu fyrri leiksins, að berjast gegn svikurum (þú getur valið hvort þeirra þú spilar í byrjun leiksins). Þau fá hjálp frá ýmsum aðilum sem sumir hverjir voru líka í fyrri leiknum.

Dishonored 2 heldur sögunni áfram en núna þurfa bæði Corvo og Emily, dóttir keisaraynjunnar sem og ein aðalpersónan í sögu fyrri leiksins, að berjast gegn svikurum

Þetta er nokkuð staðlaður framhaldsleikur; hann er stærri, flottari, með fleiri óvinum, aukahlutum og valmöguleikum en í grunninum er þetta sami leikurinn sem er bara gott mál. Það er þó ein undantekning því að í einum kafla leiksins færðu mátt sem er virkilega athyglisverður. Ég ljóstra ekki neinu upp en þetta lyftir leiknum upp.

Nýlega kom “New game plus” þar sem maður heldur hlutum og kröftum yfir í nýjan leik sem undirritaður hefur því miður ekki náð að prófa en sú uppfærsla fær góða dóma. Dishonored 2 byrjaði brösuglega, áðurnefnt „New game plus“ var ekki til í upphafi og leikurinn hefur einstaka tæknilega galla eins og að festast í landslaginu og þetta var verra á PC tölvum. Það er alltof algengt að þeim sem kaupa leikinn strax er refsað með svona hlutum núorðið en lagfæringar eftirá virðast hafa verið vel til bóta.

Það var ákveðin áskorun í Dishonored að ná að fara í gegnum borðin án þess að drepa neinn eða að neinn sæi mann eða líkin / meðvitundarleysingjana sem maður skilur eftir sig. Núna virðist þetta vera mun erfiðara en í fyrri leiknum því að verðirnir taka betur eftir manni og heyra í manni langar leiðir. Ég spilaði leikinn með það að takmarki að drepa ekki neinn í fyrstu tilraun en það gekk aldrei því að við enda kaflans þá var skráður amk 1-2 dauðir. Af fyrri reynslu þá hafa þetta verið meðvitundarlausir verðir sem hafa verið of nálægt vatni, rottum eða blóðflugum og því fór sem fór. Semsagt ef maður ætlar að klára leikinn 100% þá þarf að endurhlaða leikinn ótal sinnum en leikurinn reiknar með því og sem betur fer er þægilegra “quickload” og “quicksave” en áður. Gallinn er að hleðsluskjárinn eftir dauða tekur aðeins of langan tíma fyrir þessi tegund af spilun.

Hann er alveg þess virði að grípa strax en þetta er kannski einn af þessum leikjum sem væri betra að kaupa seinna á lægra verði og hugsanlega með einhverjum góðum viðbótum.

Dishonored 2 hefur tvo hluti sem gerir hann þess virði að spila; listræna umgjörðin þ.e.a.s. heildarútlit leiksins og spilunin sjálf. Sagan er ekki það merkileg og raddleikurinn er ekki það góður þrátt fyrir einhverjar stjörnur eins og Rosario Dawson og Sam Rockwell en Robin Lord Taylor stendur sig vel sem “The Outsider”. Leikurinn er alveg þess virði að grípa strax en þetta er kannski einn af þessum leikjum sem væri betra að kaupa seinna á lægra verði og hugsanlega með einhverjum góðum viðbótum.

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑