Bíó og TV

Birt þann 30. desember, 2016 | Höfundur: Jósef Karl Gunnarsson

Kvikmyndarýni: Rogue One: A Star Wars Story

Kvikmyndarýni: Rogue One: A Star Wars Story Jósef Karl Gunnarsson

Samantekt: Ekki hin týpíska Star Wars mynd en stendur fyrir sínu og passar vel í SW heiminn. Þú verður ekki svikin/n!

3.5

Góð skemmtun!


Einkunn lesenda: 3.8 (2 atkvæði)

Ég var mikill Star Wars aðdáandi sem krakki eftir að pabbi minn fann VHS spólu af Return of the Jedi í ruslinu í sameigninni. Ég horfði óspart á hana í æsku. En eftir að maður eltist og sérstaklega eftir allar breytingarnar sem George Lucas gerði ásamt gæðum forleikjanna þremur þá minnkaði aðdáun mín á Star Wars í heildina.

Maður var sáttur við Force Awakens en mundi samt ekki segja að hún væri eitthvað meistarastykki. Hún hélt boltanum rúllandi og altt var vissulega kunnuglegt hvað varðar söguframvindu.

Nú er komin Rogue One: A Star Wars Story sem gerist skömmu fyrir fyrstu Star Wars myndina frá 1977. Burtséð frá því hvort sé þörf á þessari mynd þá var manni skemmt og lokakaflinn í myndinni var ansi tilkomumikill.

rogue_one_dukka_island-minni

Það var ansi gaman að sjá aftur gamla útlitið sem réði ríkjum í gamla þríleiknum og það eru nokkrar vísanir í þekktar persónur í gegnum myndina.

Það var ansi gaman að sjá aftur gamla útlitið sem réði ríkjum í gamla þríleiknum og það eru nokkrar vísanir í þekktar persónur í gegnum myndina. Vélmennið K-2SO (Alan Tudyk) stelur senunni með kímni sinni þar sem aðalpersónurnar fá ekki að skína, sérstaklega Diego Luna sem virkar frekar stirður. Sumar aukapersónurnar voru einfaldlega flottari eða áhugaverðari en aðalpersónurnar og til dæmis heillaði hann Donnie Yen mig upp úr skónum sem hinn blindi Chirrut.

Þó svo að tæknin sé orðin mjög góð þá voru sérstaklega tvö atriði sem litu frekar gervilega út, eitthvað sem minnti á tölvubrellur á tíunda áratugnum. Halar frá skrímsli umlykur mann og þetta gæti ekki verið meira ósannfærandi og aðmírállinn Raddus sem var bara skugginn af aðmíráli „It’s a trap!“ Ackbar. Þó svo að ég hafi ekki tekið eftir því sjálfur þá tók frændi minn eftir því að eitthvað var skrítið í sumum skotum þegar Peter Cushing heitinn kemur á sviðið. Þetta er ansi áhugavert að þetta skuli vera gert og á eftir að vera ansi umdeilt í kvikmyndaheiminum í framtíðinni.

Tónlistin er í höndum Michael Giacchino, sem hefur starfað mikið með J.J. Abrams í gegnum árin (t.d. Lost) en hann byrjaði ferili sinn í tölvuleikjabransanum og gerði t.d. tónlistina fyrir gömlu góðu Medal of Honor leikina á PlayStation 1 og 2. Vissulega er leiðinlegt að hafa ekki John Williams en í það minnsta fáum við aðalstefið og nokkrar vísanir með sömu hljóðfærum og hljóðum sem maður kannast við úr gömlu myndunum. Hann á ágæta spretti en hún var full þung fyrir minn smekk, sem kannski á við þar sem þetta er ekki hin týpíska Star Wars mynd.

Ef farið er með litlar væntingar þá er ég viss um að allir eigi eftir að vera bara nokkuð sáttir við Rogue One.

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑