Fréttir

Birt þann 30. desember, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

IGI Game Jam í byrjun janúar

IGI (Icelandic Game Industry) samfélagið mun halda Game Jam snemma á nýju ári, nánar til tekið þann 6.-8. janúar í Háskólanum í Reykjavík. Opið er fyrir skráningu og er viðburðurinn opinn öllum. Þetta er í fyrsta sinn sem að IGI skipuleggur svokallað Game Jam, eða leikjadjamm eins og það mætti kalla á óformlegri íslensku, er þar kemur saman áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar þar sem keppt er um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema.

Ekki er gerð krafa um að þátttakendur IGI Game Jam búi til tölvuleiki heldur er einnig í boði að búa til borðspil eða aðra tegund af spili eða leik.

Ekki er gerð krafa um að þátttakendur IGI Game Jam búi til tölvuleiki heldur er einnig í boði að búa til borðspil eða aðra tegund af spili eða leik. Þema leikjadjammsins verður tilkynnt um leið og djammið byrjar þann 6. janúar. Frjálst val er á milli þess að vinna ein/n eða með öðru fólki í teymi.

Til að taka þátt í IGI Game Jam er nauðsynlegt að skrá sig með því að senda línu á netfangið community@igi.is með viðfangsefninu „Game Jam Registration“. Nánari upplýsingar um viðburðinn og skráningu má nálgast á viðburðinum á Facebook.

Mynd: IGI Community Game Jam á Facebook

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑