Menning

Birt þann 28. september, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

Hvað er Marioke?

Hvað gerist þegar þú blandar saman karíókí og tölvuleikjanördisma? Svarið er Marioke! Í Marioke hefur útvarpsteymið One Life Left breytt textum við vel þekkta slagara þannig að þeir tengjast tölvuleikjum. Til dæmis verður Total Eclipse of the Heart að Total Eclipse Of The (Mario) Kart, Common People með Pulp verður að Console People og Hey Ya! með OutKast verður að SE-GA!

One Life Left byrjaði með Marioke í kringum árið 2011 og hafa síðan þá haldið Marioke kvöld reglulega á The Loading Bar í London. Þetta eru ekki hefðbundnir tónleikar hjá One Life Left, heldur eins konar hóp-karíókí þar sem allir geta sungið með lögunum þar sem söngtextanum er vanalega varpað á skjá svo allir geti tekið undir. Gestum gefst einnig tækifæri til þess að fara upp á svið og syngja óskalag.

Seinustu tvö ár hefur verið boðið upp á Marioke á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö sem hefur heldur betur slegið í gegn. Nú er komið að Íslandi! Næsta fimmtudagskvöld verður Marioke í boði á Slush PLAY ráðstefnunni þar sem One Life Left mun halda uppi stemningunni og gestir syngja með.

OutKast – Hey Ya!

Pulp – Common People

Mynd: Marioke á Facebook

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑