Fréttir Rocket League Rumble

Birt þann 10. ágúst, 2016 | Höfundur: Daníel Páll Jóhannsson

Drullusokkur og fleiri nýir aukahlutir í Rocket League Rumble

Leikjafyrirtækið Psyonix hefur verið að standa sig vel í því að gefa út fríar viðbætur fyrir Rocket League leikinn en þeir hafa núna kynnt nýja viðbót sem mun koma í september. Þessi viðbót ber nafnið Rumble og í henni verður boðið upp á nýjan leikstíl þar sem spilarar geta náð í power-ups sem gefa þeim allskonar eiginleika sem munu hafa mikil áhrif á leikinn, t.d. boxhanska sem kýlir andstæðinginn eða gadda sem festa boltann við bílinn þinn.

Best er að sjá kynningarmyndbandið frá Psyonix til að átta sig á hversu magnað þetta mun vera. Haldið áfram að lesa eftir myndbandið til að sjá lista yfir hvaða power-ups verða í boði.

  • The Boot (Sparkar í bíl andstæðings)
  • Disruptor (Andstæðingur missir stjórn á bílnum sínum)
  • Freezer (Frystir boltann)
  • Grappling Hook (Togar þig í átt að boltanum)
  • Haymaker (Kýlir boltann)
  • Magnetizer (Dregur boltann að bílnum þínum)
  • Plunger (Grípur boltann með drullusokki)
  • Power Hitter (Leyfir þér að klessa á allt með meira afli)
  • Spike (Festir boltann við bílinn)
  • Swapper (skiptir um staðsetningu á þér og andstæðingnum)
  • Tornado (Dregur bolta og andstæðing inn í hvirfilbyl)

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑