Fréttir

Birt þann 2. ágúst, 2016 | Höfundur: Bjarki Þór Jónsson

HRingurinn 2016 – Stærsta tölvuleikjamót landsins haldið 5.-7. ágúst

HRingurinn er árlegt LAN-mót sem nemendafélagið Tvíund í Háskólanum í Reykjavík hefur umsjón með og skipuleggur. Mótið hefur vaxið í vinsældum með hverju ári og voru þáttakenndur rúmlega 300 talsins á síðasta ári. Skipuleggjendur mótsins stefna á stærsta mótið til þessa þar sem HRingurinn heldur jafnframt upp á tíu ára afmæli sitt. Hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu HRingsins og er þátttökugjald 4.900 kr. í forsölu en 5.900 kr. við hurð.

Menn eru strax farnir að blása í LAN-lúðrana og hita sig upp fyrir eitt sveittasta LAN-partý sögunnar eins og sést á þessu stórskemmtilega kynningarmyndbandi fyrir mótið.

Mótið fer fram dagana 5.-7. ágúst í Háskólanum í Reykjavík og verður keppt í eftirfarandi leikjum:, CS:GO, League of Legends, Hearthstone, Rocket League og Overwatch auk þess sem fleiri leikir verða spilaðir til skemmtunar. Þrjú efstu sætin verða verðlaunuð á mótinu með peningum og gjafabréfum frá Tölvutek.

Eftirfarandi verðlaun hafa verið tilkynnt á Facebook-síðu HRingsins 2016:

 

CS:GO

1. sæti – 100.000 kr. verðlaunafé og 100.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
2. sæti – 40.000 kr. verðlaunafé og 40.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
3. sæti – Tilkynnt síðar

LOL

1. sæti – 75.000 kr. verðlaunafé og 50.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
2. sæti – 35.000 kr. verðlaunafé og 20.000 kr. gafabréf frá Tölvutek.
3. sæti – Tilkynnt síðar

Heartstone

1. sæti – 25.000 kr. verðlaunafé og 25.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
2. sæti – 10.000 kr. verðlaunafé og 10.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
3. sæti – Tilkynnt síðar

Rocket League

1. sæti – 50.000 kr. verðlaunafé og 50.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
2. sæti – 20.000 kr. verðlaunafé og 10.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
3. sæti – Tilkynnt síðar

Overwatch

1. sæti – 50.000 kr. verðlaunafé og 50.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
2. sæti – 20.000 kr. verðlaunafé og 20.000 kr. gjafabréf frá Tölvutek.
3. sæti – Tilkynnt síðar

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑