Fréttir

Birt þann 21. júlí, 2016 | Höfundur: Steinar Logi

Maðurinn á bak við Pokémon Go

Það er lítið annað talað um þessa dagana en Pokémon Go og ekki bara innan leikjaheimsins heldur alls staðar. Það líður varla sá dagur að maður heyrir ekki 10 mismunandi sögur af Pokémon Go og maður tekur eftir fólki út um allt að spila leikinn. Tímasetningin er frábær (þrátt fyrir örðugleika að komast inn fyrstu dagana), það er gott veður úti og margir í sumarfríi. Allt í einu þarf maður ekki að reka krakkana út að leika sér, þau gera það sjálf. Reyndar hefur þetta breytt lífi margra fjölskyldna og til hins góða hingað til. Núna er hægt að rölta með krökkunum út um allt og fjölskyldufjallgangan sem var slegin af borðinu síðasta sumar er núna bara sjálfsagt mál.

johhanke_twitter_smallMaðurinn á bak við þessa breytingu á lífi okkar hefur reyndar breytt lífi okkar áður með Google Maps. Þetta er John Hanke, forstjóri Niantic, sem er fyrirtæki sem allir þekkja núna. Hann gekk í raðir Google Geo Team árið 2004 sem þróaði áðurnefnt Google Maps og Google Street View. Meðan hann var þar stofnaði hann fyrirtækið Keyhole, sem vann í að þróa öppin fyrir þessi forrit á símunum okkar sem Google svo keypti en hann hélt áfram að vinna fyrir þá (sumir hefðu kannski verið búnir að flytja á eyju í karabíska hafinu).

John hafði alltaf stefnt á að blanda saman raunveruleikanum og tölvuleikjum löngu áður en Pokémon Go varð að veruleika og stórt skref í þá átt var fjölspilunarleikurinn Ingress frá 2014 sem er dýpri leikur en erfiðara að komast inn í (ekki eins „casual“) og krefst tileinkunnar og samvinnu. Gögn frá þeim leik voru notuð fyrir staðsetningar hlutanna í Pokémon Go.

Það verður spennandi að fylgjast með John og teymi hans í framtíðinni en Niantic er ekki í eigu Pokémon Company né Nintento (né Google) eins og sumir kannski halda, heldur styrktu þessir tveir aðilar Niantic fyrir Pokémon Go verkefnið. Þetta hefur kannski best sést á örðugleikum Niantic við að setja upp miðlara á fystu dögum leiksins.

Ein staðreynd í lokin: Pokémon Go hefur verið hlaðið niður oftar en Tinder á Android síðan það kom út fyrir rúmri viku og það er að nálgast Twitter (heimild: Huffington post)

Mynd: Twitter

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑